Studia Islandica - 01.06.1940, Side 35

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 35
33 Sumt í Hrafnkötlu, sem engum öðrum heimildum fer um, er í sjálfu sér nokkuð ótrúlegt, þó að sag- an sé annars með miklum raunsæisblæ. Svo er t. d. um það, er Einar Þorbjarnarson ætlar að taka hross- in, „ok váru þau nú skjgrr, er aldri váru vgn at ganga undan manni, nema Freyfaxi einn; hann var svá kyrr sem hann væri grafinn niðr“. Þetta er áhrifamikið, það sýnir, að hér eru örlögin að verki: afsakar Einar og gerir dauða hans átakanlegra. Um aðfarir Frey- faxa, eftir að Einar hefur sleppt honum, skal eg geta þess, að líkar sögur um reiðhesta eru til,* 1) og gæti höfundur þar hafa haft lifandi dæmi fyrir sér. Áhrifa- mikil er líka lýsingin á metnaði Þorbjarnar karls, er hann vill ekki þiggja hinar ríflegustu bætur af Hrafn- keli, nema þeir taki menn til gerðar með sér. Þetta er nauðsynlegt fyrir listarheildina, að setja söguna í gang og bæta málstað Hrafnkels, svo að réttlætt sé uppreist hans að lokum. En það er óvenjuleg saga, þegar í hlut eiga svo misríkir menn. Alveg fjarstæð er frásagan um meðferð þeirra Þjóstarssona á goðun- um og goðahúsinu. Hún minnir á Hrapp í Njálu og Búa í Kjalnesinga sögu, og er það sögulega séð ekki góður félagsskapur. Ef Sámur átti að halda uppi hofi og blótum áfram, eins og sjálfsagt var, var honum gerður hinn mesti ógreiði með því að brenna goða- húsið. Þetta hafa menn líka almennt talið tilbúning, sem sprottinn sé af vandlætingu kristins höfundar, helzt klerks. Öll sagan um uppgang Hrafnkels á og það síðan aftur notað til þess að styðja sannindi sögunnar gsgn Landnámu. Og það er ekkert tillit tekið til þess, að Hrafn- katla, sem er eina forna heimildin um Freyfaxahamar, lýsir staðnum alveg rangt, ef Hrafnkell hefði búið á Aðalbóli. Með þvílíkri rökfærslu er svo Landnáma sett í skúmaskotið. 1) Ein slík saga, sem gerðist 1879, um reiðhest Hjartar bónda í Austurhlíð, er prentuð í Lögbergi 49. árg., 1. tbl. Hún er svo svipuð sögunni um Freyfaxa, að furðu gegnir, en sögð af sjónar- votti með nákvæmum atvikum, svo að erfitt er að rengja hana. 3

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.