Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 74

Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 74
72 mönnum hefur virzt gefa skýrasta hugmynd um munnlega sagnaskemmtun, sé orðið til á svipaðan hátt og Hrafnkatla: skáldsagnaritun á svo háu þroskastigi, að það villir mönnum sýn, orkar á les- andann sem hin fullkomna munnlega frásögn, eins og hún ætti að hafa verið? Finnur Jónsson hefur vel séð ágæti Hrafnkötlu: ,,Med hensyn til sin komposition er sagaen et mester- stykke, en ren perle blandt slægtsagaerne“, segir hann m. a. En svo bætir hann skömmu síðar við þess- ari óheyrilegu setningu: „at kompositionen forbyder at sætte sagaen til en senere tid end omkring 1200, er en afgjort sag; den kan godt være ældre'V) Nú kemst Finnur ekki hjá því að tímasetja sum sagnarit nærri réttu lagi. Hann verður að viðurkenna, að kon- ungasögur Snorra sé til orðnar á árunum 1225—35, að Njála í sinni núverandi mynd sé ,ekki eldri en frá tímabilinu 1250—80. Hann telur Hænsa-Þóris sögu frá síðara helmingi eða síðasta fjórðungi 13. aldar, Grettis sögu frá því um eða eftir 1300. Samt sem áður getur Hrafnkatla vegna hinnar meistaralegu sam- setningar ekki verið yngri en 1200. Listin að setja vel saman sögu var ekki lengur til, þegar hinar áður nefndu íslendinga sögur voru ritaðar, ekki einu sinni þegar Snorri var að klambra sínum ritum saman, — höfundur Hrafnkötlu þarf endilega að vera samtíma- maður Odds Snorrasonar og Gunnlaugs Leifssonar! Um Islendinga sögur gildir ekki nema ein regla: í upphafi var fullkomnunin, síðan fer öllu hnignandi. Hefur nokkur maður tekið slíkt trúanlegt? Meira en svo. Þegar Heusler, eins og áður er getið, telur Hrafn- kötlu ,,að líkindum snemma ritaða“, hefur hann varla mikið annað við að styðjast en bókmenntasögur þeirra Finns og Mogks. Og það varð tæplega önnur álykt- 1) Litt. hist. II, 516, 517.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.