Studia Islandica - 01.06.1940, Side 48
46
Þorbjörn,
Einar,
Þorkell,
Þorgeir.
Með þessum 8 mönnum er taflið leikið, og þeim er
öllum skýrt lýst. Þessi hófsemi í framtali manna er
einstök í íslendinga sögu, jafnvel þó að Víglundar
saga og Króka-Refs saga sé teknar til samanburðar,
þar sem engin arfsögn var til þess að leiða höfundana
í mannfræðilegar freistingar.
Miklu ósparari er sagan á staðanöfn (örnefni). Þau
eru 70 talsins. Venjulega er hlutfallið öfugt, manna-
nöfnin miklu fleiri. En í Hrafnkötlu er lögð rækt við
að telja fram örnefni og skýra þau, og er þess áður
getið og eins hins, að fræðimenn, sem telja efni sög-
unnar annars runnið frá sögusögnum, hafi í þessu at-
riði þótzt finna merki höfundarins. Sumt af því, sem
áður er tekið fram (í II. kafla), bendir til þess, að
hann hafi ekki einungis haft gaman af örnefnum,
heldur líka gagn. Hann sækir til þeirra efni, býr til
persónur og atvik eftir þeim og getur svo vísað til
þeirra til staðfestingar þessu efni. Því að auðvitað
vildi hann, að sem mestur trúnaður væri lagður á
sögu hans, eins og allir höfundar fornsagna, jafnvel
fornaldarsagna.1) Og þetta hefur honum tekizt furð-
anlega, allt til þessa dags.
Örnefnaskýringarnar sýna, að þótt höfundur Hrafn-
kötlu hefði aðaluppistöðuna jafnan skýrt í huga og
kynni vel að takmarka efnið, er hann engan veginn
smásmugull í sparsemdinni (sbr. líka hin óþörfu
mannanöfn, einkum í 1. kap.). Nú skulu þess enn
dæmi sýnd, að hann lætur fleira fljóta með en nauð-
syn krefur.
1) Sbr. rit mitt um Snorra Sturluson, þar sem fáein dæmi
þessa eru nefnd, 130, 135, 147—48, 150.