Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 59
57
ur. Munurinn á kjörum hans og Einars frænda hans>
kemur fram í því, að Einar er höggvinn varnarlaus
af húsbónda sínum, eins og sláturfé, ,en Eyvindur ver
hendur sínar og vegur menn af Hrafnkeli, þó að hann
beri ekki af honum sjálfum.
Allgreinileg andstæða ,er í lýsingum þeirra bræðr-
anna, Bjarna að Laugarhúsum og Þorbjarnar að
Hóli. Bjarni stýrir penningum miklum, en er hófs-
maður. Hann ætlar sér ekki þá dul að deila af kappi
við höfðingja, neitar bróður sínum um liðveizlu og
skiptir sér ekki einu sinni af málunum, þó að Sámur
sonur hans sé kominn í þau. Orðtak hans er: „Sá er
svinnr, er sik kann“. Þorbjörn á fé lítið, en ómegð
mikla. En það er stærra í honum. Hann neitar hinum
mestu kostaboðum, sem Hrafnkell gerir honum fvrir
víg Einars sonar hans, af því að hann þolir ekki, að
Hrafnkell skeri sjálfur og skapi bæturnar. Hann vill
láta aðra menn gera um málið. Þegar Hrafnkell neit-
ar því, eggjar Þorbjörn fyrst Bjarna og síðan Sám
til þess að ganga í málið. En á alþingi bognar hann
og finnur, að hann hefur reist sér hurðarás um öxL
Kemur þá svo, að hann grætur. Ekki leynir það sér,
að Þorbirni er lýst með samúð í sögunni, og hvergi
verður hann broslegur. Þar er fullur skilningur á
harmi hans og metnaði, þó að umkomuleysið leyfi
honum ekki að njóta þess stórlyndis, sem í raun og
veru býr í eðli hans.
Aðalmannlýsing sögunnar er vitanlega lýsing
Hrafnkels goða. Hann er ofstopamaður, hefur frá
barnæsku vanizt því að fara sínar eigin götur, hefur
lánazt allt og haldizt allt uppi. Honum þykir það
hlægilegt, að Sámur skuli hafa tekið mál á hendur
honum og skuli ríða til alþingis. Hann hefur engar
gætur á því, sem fram fer á þinginu, fyrr en allt er
um seinan. Eftir málalokin ríður hann heim, sekur
maður, eins og ekkert hafi í skorizt. Honum kemur