Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 59

Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 59
57 ur. Munurinn á kjörum hans og Einars frænda hans> kemur fram í því, að Einar er höggvinn varnarlaus af húsbónda sínum, eins og sláturfé, ,en Eyvindur ver hendur sínar og vegur menn af Hrafnkeli, þó að hann beri ekki af honum sjálfum. Allgreinileg andstæða ,er í lýsingum þeirra bræðr- anna, Bjarna að Laugarhúsum og Þorbjarnar að Hóli. Bjarni stýrir penningum miklum, en er hófs- maður. Hann ætlar sér ekki þá dul að deila af kappi við höfðingja, neitar bróður sínum um liðveizlu og skiptir sér ekki einu sinni af málunum, þó að Sámur sonur hans sé kominn í þau. Orðtak hans er: „Sá er svinnr, er sik kann“. Þorbjörn á fé lítið, en ómegð mikla. En það er stærra í honum. Hann neitar hinum mestu kostaboðum, sem Hrafnkell gerir honum fvrir víg Einars sonar hans, af því að hann þolir ekki, að Hrafnkell skeri sjálfur og skapi bæturnar. Hann vill láta aðra menn gera um málið. Þegar Hrafnkell neit- ar því, eggjar Þorbjörn fyrst Bjarna og síðan Sám til þess að ganga í málið. En á alþingi bognar hann og finnur, að hann hefur reist sér hurðarás um öxL Kemur þá svo, að hann grætur. Ekki leynir það sér, að Þorbirni er lýst með samúð í sögunni, og hvergi verður hann broslegur. Þar er fullur skilningur á harmi hans og metnaði, þó að umkomuleysið leyfi honum ekki að njóta þess stórlyndis, sem í raun og veru býr í eðli hans. Aðalmannlýsing sögunnar er vitanlega lýsing Hrafnkels goða. Hann er ofstopamaður, hefur frá barnæsku vanizt því að fara sínar eigin götur, hefur lánazt allt og haldizt allt uppi. Honum þykir það hlægilegt, að Sámur skuli hafa tekið mál á hendur honum og skuli ríða til alþingis. Hann hefur engar gætur á því, sem fram fer á þinginu, fyrr en allt er um seinan. Eftir málalokin ríður hann heim, sekur maður, eins og ekkert hafi í skorizt. Honum kemur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.