Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 65
63
kann ekki að dylja gleði sína, er honum hefur verið
heitið liðveizlu, þó að hyggilegra væri að láta á engu
bera. Eftir málalokin gengur hann um á þinginu
„mjgk uppstertr“. Þorgeir leiðir honum fyrir sjónir,
hvernig nú muni fara skipti þeirra Hrafnkels heima
í héraði. „Aldri hirði ek þat“, segir Sámur. „Hraustr
maðr ertu“, segir Þorgeir, en á í raun og veru við, að
hann sé fáráðlingur.
Merkilega er þeim Þjóstarssonum lýst í fáum og
sterkum dráttum. Þorkell er örgerður, brjóstgóður,.
lítt reyndur, fús til stórræða, að leggja í tvísýnu
(„hefir sá jafnan, .er hættir“). Þorgeir er gætinn, ráð-
settur, seintekinn, en öruggur, ef hann lætur til skar-
ar skríða, raunsær og miskunnarlaus. Einkenni þeirra
eru svo skýr, að á einum stað má leiðrétta texta hand-
ritanna eftir því. Það hlýtur, samkvæmt öllu eðli
þeirra bræðra, að vera Þorgeir og ekki Þorkell, sem
varar Sám við að gefa Hrafnkeli líf. Enda staðfestist
þetta af því, sem síðar kemur, er einmitt Þorgeir segir
við Sám: „Hefir þat farit eptir því, sem e k ætlaða,
-----at þess myndir þú mest iðrask“.
Einkennilegasta atriðið í sögunni er ráðagerð Þor-
kels um liðsbón Þorbjarnar karls, að hann skuli kom-
ast í kynni við Þorgeir með því að grípa sem harka-
legast í veika fótinn á honum sofandi og vita, hvern-
ig honum verði við. Þorbirni finnst þetta heldur óráð-
legt og líklega ýmsum lesöndum lítt skiljanlegt eða
út í bláinn. En höfundur Hrafnkötlu veit oftast nær,
hvað hann syngur, og þó aldrei betur en þarna.
Hugsum um fyrri viðskipti þeirra bræðranna, með
því skaplyndi þeirra, sem að framan er lýst. Alla tíð,
frá því að þeir voru smásveinar, hefur yngri bróðir-
inn, Þorkell, verið að koma með uppástungur um smá-
ræði og stórræði, sem þeir skyldi hætta sér út í. Og
allt af hefur bróðir hans þumbazt á móti með blá-
kaldri skynsemi og óhagganlegu hæglæti. Og bilið
L