Studia Islandica - 01.06.1940, Side 52
50
efni er þjappað saman í stutt mál. Víða koma fyrir
talshættir, sem bregða upp skýrum myndum: er meira
bein hafa í hendi haft, er á Hrafnkel gæti npkkura
vík róit, slíkan œgishjálm get ek, at hann beri yfir
flestum sem áðr, eigi gera endamjótt við þik, en þá
er eigi dýr í festi,1) undir okkarn áraburð. — Orðs-
kviðir eru hlutfallslega margir í sögunni, og er þess
stundum getið, að þeir sé teknir af alþýðu vörum: þat
er forn orðskviðr, minnisk nú margr á fornan orðs-
kvið, satt er flest þat, sem fornkveðit er. Þess verða
síðar dæmi sýnd, hve haglega höfundur getur notað
orðskviði til þess að láta koma fram lyndiseinkunnir
manna (Bjarna að Laugarhúsum og Þorkels lepps).
Eins og vænta mátti af höfundi Hrafnkötlu, sem
kann svo vel að setja fram andstæður í mannlýsing-
um, beitir hann oft því sama í stílnum:
,,Eigi veldr ástleysi þessarri brottkvaðning, —
— meira veldr því efnaheysi mitt ok fátœkt“.
„(þú) ert gjarn á smásakar, en villt eigi
taka við þessu máli, er svá er brýnt“.
„muntu þess mest á þ é r kenna,------- mun hann
þess gþrst kenna á sér“.
„Er honum þetta nauðsyn, en eigi seiling“.
Eyvindur ríður með svo fagran skjöld, að ljóm-
ar af, en Hrafnkell og hans menn vopnast harð-
1) Þennan talshátt hafa menn átt erfitt með að skýra. Aðal-
merking' hans er augljós; sveinn Eyvindar ræður honum að flýja:
ef þú kemst undan, þá er ekki mikið í húfi, ekki hundrað í hætt-
unni, hvað sem um oss hina verður. F e s t r hefur hér verið
skýrt: gildra (sbr. útg. Cawleys), en þeirrar merkingar eru ann-
ars engin dæmi. Hugsanlegt væri, að f e s t i, hvk., þýddi: gildra,
sjálfhelda. En mér hefur komið til hugar, að dýr væri hér s. s.
dýrgripur, dýrmæti, eins og Axel Kock skýrði það orð í Völundar-
kviðu (Arkiv XXVII, 107) og eg hef þótzt finna sama orð í einni
vísu Kormáks (Skpglar dýr: góð vopn, sjá Isl. fornrit VIII, 240).
Þá væri talsháttur þessi allforn.