Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 46
44
ur á þingið nokkuru síðar en Sámur, fréttir, að Sám-
ur sé kominn, og þykir það hlægilegt. Síðan er ekki
sagt frá athöfnum hans, þangað til Sámur sækir mál-
ið í dóm. ,,Menn hljópu til búðar Hrafnkels ok spgða
honum, hvat um var at vera“. Þessi þögn sögunnar
lýsir því bezt, hversu Hrafnkell virðir brölt Sáms að
vettugi og uggir ekki að sér, fyrr en í óefni er komið.
Á einum stað er kynlega farið með tvíþætta frá-
sögn, svo að varla verður neitað, að það sé smíðagalli.
Eftir að sagt er frá hrakningi Hrafnkels frá Aðalbóli,
heldur sagan beint áfram að segja frá jarðarkaupum
hans og uppgangi fyrstu árin á Hrafnkelsstöðum.
Síðan er horfið aftur að því að segja, hvað gerist á
Aðalbóli næstu dagana eftir að Hrafnkell er far-
inn. Svo er aftur vikið sögunni til Hrafnkels, hvað
hann segir, þegar hann fréttir um afdrif Freyfaxa og
hofsbrennuna (auðvitað fám dögum eftir brottför
sína). Miklu eðlilegra hefði verið að segja aðeins frá.
brottrekstri Hrafnkels á fyrra staðnum, síðan frá því,
hvað þeir Sámur og Þjóstarssynir héldu áfram að
sýsla, þá frá því, er Hrafnkell fréttir brennu goða-
hússins, og kljúfa ekki kaflann um uppgang hans í
tvennt. Þetta myndi og líkjast miklu meir alþýðleg-
um frásagnarhætti. En það er eins og höfundurinn
hafi ekki getað skilið svo við Hrafnkel, að lesandinn
væri í bráðina í óvissu um örlög hans, og líka viljað
láta ummæli hans um goðin koma beint á eftir frá-
sögninni um Freyfaxa og hofið, án þess sagt væri frá
hinum nýja bústað hans þess á milli.
Annað einkenni Hrafnkötlu, sem vér veitum ekki
eins fljótt athygli og hinni skýru yfirsýn uppistöðunn-
ar, vekur við nánari athugun enn meiri undrun vora::
hversu mikið er sagt þar í stuttu máli og samt án þess
lesandinn finni, að nokkurs staðar sé fljótt yfir sögu
farið. Þar virðist ekki einungis vera sögð saga Hrafn-
kels frá æsku til dauðadags, rakinn æfiferill með