Studia Islandica - 01.06.1940, Side 6

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 6
4 Allt frá því að P. E. Miiller ritaði fyrstur manna um söguna í Sagabibliothek I (1817) og Konráð Gíslason í formála fyrstu útgáfunnar (1889), hefur mönnum komið saman um, að hún væri ein hin áreið- anlegasta af íslendinga sögum. Guðbrandur Vigfús- son, Finnur Jónsson og Bogi Th. Melsteð hafa metið hana meir en Landnámu, þar sem á milli ber. F. Stan- ton Cawley tekur ekki of djúpt í árinni, þegar hann segir svo í formála útgáfu sinnar: „Hrafnkels saga is generally acknowledged to be one of the best of the whole group in faithfulness to historical fact“ o. s. frv. Samkvæmt þessari skoðun var það ekki nema eðlileg ályktun, að sagan væri snemma rituð og reist á fornum og traustum sögusögnum, sem hefði verið lítið eða ekki breytt af söguritaranum. Heusler telur hana ásamt Glúmu og Heiðarvíga sögu meðal „mutmasslich friihe Redaktionen", sem sýni, „dass der Sagastil den grössern Teil seines Weges hinter sich hatte, als die Federn in Bewegung kamen“. Og hann gerir ráð fyrir, að hún hafi verið sögð víðar en í grennd við sögustöðvarnar: „Wir brauchen nicht zu glauben, das ergreifende Schicksal des Goden Hrafnkel, sein Sturz und seine Wiederaufrichtung, sei rund 250 Jahre lang nur den Leuten im Jökulsdal und Fljótsdal bekannt und teuer gewesen”.1) Liestöl viðurkennir að vísu, að sagan beri nokkur merki rit- arans (t. d., hve gaman hann hafi af örnefnum og staðfræði), en hann telur hana samt í samanburði við Njálu, Laxdælu og Eglu til „dei ... meir „uper- sonlege“ sogone“.2) E. V. Gordon segir: „sagas such as Hrafnkels saga and Bandamanna saga were probably complete unities before they were written down, and they cannot have been much altered as 1) Anfánge der isl. Saga, 61, 84. 2) Upphavet til den isl. ættesaga, 121, 36.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.