Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 70

Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 70
68 þar efni til samanburðar þarf ekki að lúta svo lágt að athuga „ættasögur“ hinnar bóklausu norsku al- þýðu. Það má taka íslenzkar sagnir frá seinni öldum, eins og t. d. Gísli Konráðsson hefur fært þær í letur, þar sem bæði heimildarmenn hans og þó enn framar hann sjálfur höfðu bókmenningu sjö undanfarandi alda og þar á meðal fornsögurnar við að styðjast til hliðsjónar um skilning og meðferð efnisins. Því virðist það eðlilegast og jafnvel einsætt, að Hrafnkatla sé verk eins höfundar, sem ætl- aði sér alls ekki að segja sanna sögu, heldur að semja skáldrit, — manns, sem í senn var gæddur ríku ímyndunarafli, mannþekkingu og skáldlegri djörfung og var lyft til flugs af einhverri voldug- ustu bókmenntahreifingu, sem sögur fara af. Hon- um lánaðist að skapa verk, sem hefur til síns ágætis flest eða allt það bezta, sem einkennir íslenzka sögu- ritun á blómaskeiði hennar, um leið og hann vitan- lega er háður takmörkunum þessarar bókmennta- greinar. Um höfundinn sjálfan skal hér ekki mikið f jöl- yrt fram yfir það, sem ráðið verður af sögunni um hæfileika hans og menntun. Finnur Jónsson hugði, að hann hefði verið klerkur, og virðist einkum ráða það af því, sem sagt er um hofsbrennuna á Aðalbóli og hvernig Hrafnkell bregzt við fréttinni um hana. En það væri varhugavert að gera ráð fyrir, að kristi- legur hugsunarháttur, sem auk þess ber ekki mikið á í sögunni, hefði á síðara hluta 13. aldar verið einka- eign andlegrar stéttar manna, og þau lítilfjörlegu áhrif frá lærðum stíl, sem koma fram í sögunni, eru gagnslaus vitni um stétt höfundarins. Miklu líklegra má telja, að hann hafi verið í höfðingjatölu, vanur málafylgjumaður, sem hafði kynnzt tafli og teflönd- um liðsöflunar og valdastreitu bæði af eigin reynd, athugun og íhugun, roskinn maður og ráðinn. Það>
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.