Studia Islandica - 01.06.1940, Side 23

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 23
21 steinn í Dropl. s. s. sé sonur Sighvats eða Snorra? Móti því mælir Dropl. s. s. sjálf, því að þar er Hall- steinn á Víðivöllum kallaður: „inn breiðdælski“, og ætti því ekki að vera upprunninn í Fljótsdal. Nú er sá munur á, að í Hrafnkötlu eru Hallsteinssynir ekki annað en nöfnin tóm, óbreyttir liðsmenn Hrafnkels, en í Dropl. s. s. er víg Hallsteins á Víðivöllum, stjúpa Droplaugarsona, mjög mikilvægt atriði. Og það væri of kynleg tilviljun til þess að vera trúleg, að með h. u. b. 50 ára millibili hefði búið tveir Hallsteinar á Víði- völlum, og þó óskyldir. Hitt er miklu sennilegra, að höf. Hrafnkötlu hafi munað eftir Hallsteinssonum á Víðivöllum úr Dropl. s. s. og sett þá þarna inn til þess að vera ,ekki alls ófróður um nöfn á liðsmönnum Hrafnkels. En hann hefur ekki gert það í fullu at- hugaleysi um tímatalið, og þess vegna gefur hann þeim önnur nöfn.1) Hins vegar hefur hann varla haft aðra heimild um þá „Hrólfssonu á Hrólfsstöðum“ en bæjarnafnið eitt.2) Um aðrar persónur í Hrafnkötlu en þær, sem nú hefur verið getið, höfum vér engar aðrar heimildir til samanburðar. Sagan nefnir konu Hrafnkels, sem er ekki getið í Landnámu, Oddbjörgu Skjöldólfsdóttur úr Laxárdal. I Landnámu eru nefnd- ir tveir Skjöldólfar, báðir á Austurlandi, en þar er enginn Laxárdalur. Heldur verður að teljast efasamt, að þetta sé úr gömlum sögusögnum, ,enda kemur Odd- björg lítt við söguna og ættmenn hennar alls ekki. Eitt af því, sem talið hefur verið styrkja mjög sann- indi Hrafnkötlu, svo að hún hefur verið tekin fram yfir sjálfa Landnámu, eru örnefnin. Höfundur 1) Af fjórum nöfnum Hrólfssona og Hallsteinssona eru þrjú hin sömu og nöfn Sturlusona: Þórður, Sighvatur, Snorri. Greip höfundur ósjálfrátt til þessara alkunnu nafna, þegar hann var að skíra þessar tilbúnu persónur? Þetta getur verið tilviljun, en kynleg er hún. 2) Um það sjá Kálund II, 235.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.