Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 23

Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 23
21 steinn í Dropl. s. s. sé sonur Sighvats eða Snorra? Móti því mælir Dropl. s. s. sjálf, því að þar er Hall- steinn á Víðivöllum kallaður: „inn breiðdælski“, og ætti því ekki að vera upprunninn í Fljótsdal. Nú er sá munur á, að í Hrafnkötlu eru Hallsteinssynir ekki annað en nöfnin tóm, óbreyttir liðsmenn Hrafnkels, en í Dropl. s. s. er víg Hallsteins á Víðivöllum, stjúpa Droplaugarsona, mjög mikilvægt atriði. Og það væri of kynleg tilviljun til þess að vera trúleg, að með h. u. b. 50 ára millibili hefði búið tveir Hallsteinar á Víði- völlum, og þó óskyldir. Hitt er miklu sennilegra, að höf. Hrafnkötlu hafi munað eftir Hallsteinssonum á Víðivöllum úr Dropl. s. s. og sett þá þarna inn til þess að vera ,ekki alls ófróður um nöfn á liðsmönnum Hrafnkels. En hann hefur ekki gert það í fullu at- hugaleysi um tímatalið, og þess vegna gefur hann þeim önnur nöfn.1) Hins vegar hefur hann varla haft aðra heimild um þá „Hrólfssonu á Hrólfsstöðum“ en bæjarnafnið eitt.2) Um aðrar persónur í Hrafnkötlu en þær, sem nú hefur verið getið, höfum vér engar aðrar heimildir til samanburðar. Sagan nefnir konu Hrafnkels, sem er ekki getið í Landnámu, Oddbjörgu Skjöldólfsdóttur úr Laxárdal. I Landnámu eru nefnd- ir tveir Skjöldólfar, báðir á Austurlandi, en þar er enginn Laxárdalur. Heldur verður að teljast efasamt, að þetta sé úr gömlum sögusögnum, ,enda kemur Odd- björg lítt við söguna og ættmenn hennar alls ekki. Eitt af því, sem talið hefur verið styrkja mjög sann- indi Hrafnkötlu, svo að hún hefur verið tekin fram yfir sjálfa Landnámu, eru örnefnin. Höfundur 1) Af fjórum nöfnum Hrólfssona og Hallsteinssona eru þrjú hin sömu og nöfn Sturlusona: Þórður, Sighvatur, Snorri. Greip höfundur ósjálfrátt til þessara alkunnu nafna, þegar hann var að skíra þessar tilbúnu persónur? Þetta getur verið tilviljun, en kynleg er hún. 2) Um það sjá Kálund II, 235.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.