Studia Islandica - 01.06.1940, Side 44

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 44
42 Tcomast nær því að skera úr, hvort hún að uppistöðu og frásagnarhætti líkist þeim sögum, sem gildastar ástæður eru til þess að telja runnar af stofni munn- mæla. IV. SAMSETNING OG FRÁSAGNARHÁTTUR. Hrafnkatla er tvímælalaust sú íslendinga saga, sem er einsteyptust og samfelldust heild. Frá því að byrj- að er að segja frá ríki og ofsa Hrafnkels í 2. kap., leið- :ir einn atburðurinn annan af sér í samanhnitaðri keðju: heitstrenging Hrafnkels, yfirsjón Einars og víg, sáttaboð við Þorbjörn og neitun þess, Sámur tek- ur upp vígsmálið, sem virðist vonlaust, óvænt liðveizla Þjóstarssona, sem fyrir andvaraleysi Hrafnkels verð- ur honum að falli, bæði á alþingi og heima í héraði, niðurlæging hans og nýr uppgangur, víg Eyvindar, Hrafnkell réttir hlut sinn og svínbeygir Sám, Sámur gerir enn tilraun til þess að fá liðveizlu gegn Hrafn- keli, en er synjað hennar, lok Hrafnkels og sögunn- ar. Þessum þræði er haldið svo markvisst og útúrdúra- laust, að því verður helzt jafnað við þá þætti, sem bezt eru saman settir (t. d. Auðunar þátt vestfirzka), en engin önnur saga kemst fyllilega til jafns við það. Næst standa til samanburðar tvær sögur, sem báðar eru stuttar og með skýrum þræði, Hænsa-Þóris saga og Bandamanna saga. En ef vér hugsum oss, að all- ar þessar þrjár sögur ætti að endursegja eftir einn yfirlestur, myndi það koma í ljós, að auðveldast er að fá skýrt yfirlit um efni Hrafnkötlu og muna allt í henni, sem máli skiptir. Og úr henni má minnst missa sig, svo að þráðurinn haldist. Hænsa-Þóris saga væri alveg heilleg, þó að úr henni væri sleppt hinni mis- heppnuðu tilraun Þorbjarnar stíganda að leita lið- veizlu Tungu-Odds eftir brennuna eða viðskiptum

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.