Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 79
77
3iisk skriver“ o. s. frv.1) Er það furða, þó að
Paul V. Rubow segi: „Man maa forbauses over de
senere islandske filologers totale miskendelse af de-
res forfædres digteriske genius og skabende evne“.2)
Þessi orð Rubows get eg tekið undir af heilum huga,
þó að eg sé ekki samdóma ýmsu öðru, sem hann held-
ur fram um aldur og uppruna íslendinga sagna í
grein sinni.
Þær rannsóknir á efni íslendinga sagna, sem í raun
og veru hefjast með ritgerð Konráðs Maurers um
Hænsa-Þóris sögu, var haldið áfram í svipuðum anda
af Birni M. Ólsen (einkum í ritgerð hans um Gunn-
laugs sögu), en nú er loks reynt að þoka áleiðis í sam-
fellu í sambandi við útgáfur Hins íslenzka Fornrita-
félags, — hafa jafnan siglt milli skers og báru. Á
báðar hendur hafa verið skoðanir manna, sem vildu
leysa viðfangsefnið á einfaldara hátt. Annars vegar
hefur verið rótgróin trú á traustleik og ágæti munn-
mælanna, hins vegar, einkum í seinni tíð, afneitun
þess möguleika, að munnmæli geti varðveitt nokkurt
sögulegt efni í tvær til þrjár aldir. Rannsókn af því
tagi, sem hér hefur verið reynt að gera á sannindum
Hrafnkötlu, hlýtur að verða Gyðingum hneyksli og
heiðingjum heimska: í augum trúmannanna ræktar-
laus árás á það, sem skylt sé að verja og fóðra í
lengstu lög, þar sem afneitendurnir undrast þá ein-
feldni að eyða orðum að því, sem fyrir fram megi
vita, að sé uppspuni. En — úr því að hinir strang-
dæmu sagnfræðingar hafa ekki fært þau rök fyrir
skoðunum sínum, að þau hafi getað útrýmt þeim
draumkenndu hugmyndum um munnlegar sögur, sem
enn eru ríkjandi hjá sumum ágætustu fræðimönnum,
getur það varla talizt þarfleysa að ræða málið ræki-
1) Litt. hist. II, 206—7; leturbreyting-in er mín.
2) Smaa kritiske breve, 11.