Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 15

Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 15
13 móðr var sonr þeira'*.1) Hví er þagað um goðana í Þorskafirði? Auk þess gerist talsvert af sögum á Vestfjörðum og við Breiðafjörð á 10. öld. Með því skaplyndi þeirra bræðra, sem lýst er í Hrafnkötlu, mætti ætla, að einhvers staðar örlaði á þeim í sam- bandi við þá viðburði, sem koma fyrir í þeim sögum. En þeir eru hvergi svo mikið sem nefndir á nafn, né heldur neinir menn, sem af þeim sé komnir. Það und- ur virðist hafa gerzt um þessa vestfirzku höfðingja, að minning þeirra er hvergi varðveitt nema í sögu af öðru landshorni. En látum nú svo vera. Gerum ráð fyrir, að þeir bræður hafi gleymzt á Suðurnesjum, af því að þeir fluttu burt, en Þormóðar eins verið minnzt, sem jók þar kyn sitt, — að þeir hafi í þetta eina sinn á æfinni ráðizt í að taka þátt í deilum manna og fengið nóg af því, — að þeir hafi ef til vill orðið skammlífir, ekki átt neina afkomendur o. s. frv. Það er samt eftir ein spurning: hvernig eignuðust þeir ríki sitt í Þorska- firði? Guðbrandur Vigfússon hefur fundið, að þessari spurningu varð að svara, og hann hefur líka reynt að gera það. Svo sem kunnugt er, nam Hallsteinn Þór- ólfsson Mostrarskeggs Þorskafjörð. Landnáma nefnir ekki nema einn son hans, Þorstein surt, sem staðfest- ist sunnan Breiðafjarðar.2) En Gull-Þóris saga, sem reyndar er hin lélegasta heimild, nefnir enn þrjú börn Hallsteins, Þórarin, Þuríði og Grímkel, sem var laungetinn. Hún segir, að Þórarinn hafi verið veginn, af Grímkeli fara engar sögur, en þá er Þuríður eftir. Hún verður hjálparhellan, því að Guðbrandi þykir sennilegast, að hún hafi orðið kona Þjóstars og Þorsk- 1) Landn. (1925), 375. kap. 2) Það má í þessu sambandi sleppa þeim syni Hallsteins, sem hann blótaði, að því er Gísla saga (lengri gerðin) segir og jafn- vel má ráða af Landnámu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.