Studia Islandica - 01.06.1940, Page 15

Studia Islandica - 01.06.1940, Page 15
13 móðr var sonr þeira'*.1) Hví er þagað um goðana í Þorskafirði? Auk þess gerist talsvert af sögum á Vestfjörðum og við Breiðafjörð á 10. öld. Með því skaplyndi þeirra bræðra, sem lýst er í Hrafnkötlu, mætti ætla, að einhvers staðar örlaði á þeim í sam- bandi við þá viðburði, sem koma fyrir í þeim sögum. En þeir eru hvergi svo mikið sem nefndir á nafn, né heldur neinir menn, sem af þeim sé komnir. Það und- ur virðist hafa gerzt um þessa vestfirzku höfðingja, að minning þeirra er hvergi varðveitt nema í sögu af öðru landshorni. En látum nú svo vera. Gerum ráð fyrir, að þeir bræður hafi gleymzt á Suðurnesjum, af því að þeir fluttu burt, en Þormóðar eins verið minnzt, sem jók þar kyn sitt, — að þeir hafi í þetta eina sinn á æfinni ráðizt í að taka þátt í deilum manna og fengið nóg af því, — að þeir hafi ef til vill orðið skammlífir, ekki átt neina afkomendur o. s. frv. Það er samt eftir ein spurning: hvernig eignuðust þeir ríki sitt í Þorska- firði? Guðbrandur Vigfússon hefur fundið, að þessari spurningu varð að svara, og hann hefur líka reynt að gera það. Svo sem kunnugt er, nam Hallsteinn Þór- ólfsson Mostrarskeggs Þorskafjörð. Landnáma nefnir ekki nema einn son hans, Þorstein surt, sem staðfest- ist sunnan Breiðafjarðar.2) En Gull-Þóris saga, sem reyndar er hin lélegasta heimild, nefnir enn þrjú börn Hallsteins, Þórarin, Þuríði og Grímkel, sem var laungetinn. Hún segir, að Þórarinn hafi verið veginn, af Grímkeli fara engar sögur, en þá er Þuríður eftir. Hún verður hjálparhellan, því að Guðbrandi þykir sennilegast, að hún hafi orðið kona Þjóstars og Þorsk- 1) Landn. (1925), 375. kap. 2) Það má í þessu sambandi sleppa þeim syni Hallsteins, sem hann blótaði, að því er Gísla saga (lengri gerðin) segir og jafn- vel má ráða af Landnámu.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.