Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 64
62
af kveikju efnisins að þakka eldri sögum um sann-
sögulegri atburði.
Sámi er lýst með dálítilli kímni, ,en þó er höfundin-
um þelgott til hans. Sámur er ekki smámenni, hann er
djarfur og stórhuga, metur virðinguna mikils, er nógu
stórlátur til þess að hafna gjöfum Þjóstarssona, þegar
þeir neita honum um liðveizlu í sögulokin. En hann
er ekki borinn til höfðingja. Upphefð hans er ekki
annað en duttlungur örlaganna, sem hann kann ekki
með að fara. Til þess skortir hann vitsmuni, raunsæi
og samkvæmni. Þegar hann hefur borið sigur úr mál-
unum á alþingi, er hann ánægður, þó að þessi sigur
sé sýnd, en ekki reynd. „Beðit þykkir mér Hrafnkell
hafa sneypu, er lengi mun uppi vera,----------ok er
þetta við mikla fémuni“. Hann brestur hörku til þess
að taka Hrafnkel af lífi, þegar hann hefur hann á
valdi sínu, skilur það ekki, að hann getur aldrei verið
óhultur fyrir Hrafnkeli eftir viðskipti þeirra. Honum
fer við Hrafnkel líkt og Sturlu Sighvatssyni við Giss-
ur í Apavatnsför. Það er ofgert og vangert í senn.
Hann er varaður við: „muntu þessa mest iðrask, er þú
gefr honum líf“. Sámr kvað þá svá vera verða“.
Honum er þetta ósjálfrátt, enda talar Þorgeir síðar
bæði um vizkuleysi hans og gæfuleysi, er hann minn-
ist á það. Þorgeir hefur beðið hann að vera varan um
sig, „því at vant er við vándum at sjá“. En Sámur
kann ekki að ugga að sér. Hann fer laglega með völd
sín, en hann vex ekki eins við ábyrgðina og Hrafnkell
við mótlætið.
Eins og þeim mönnum hættir við, sem stefna út yfir
þau takmörk, sem þeim eru sett, brúar Sámur bilið milli
drauma og veruleika með talsverðu yfirlæti. Að þessu
hendir höfundur stundum gaman. Þorbjörn karl segir
við Sám: „Þú ert hávaðamestr ór ætt várri“. Sámur
þykist af lögkænsku sinni: „Styrk þurfum vit af
hpfðingjum, en málaflutning á ek undir mér“. Hann.