Studia Islandica - 01.06.1940, Side 42

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 42
40 bætur og skáldskapur höfundanna, má samt oft fara nærri um það, bæði af svip efnisins og meðferð höf- undanna á því. Alþýðusagnir eru oft auðkenndar á því, að þær hafa klofnað í afbrigði, svo að samvizku- samur söguritari getur þess stundum, að frá atburð- unum segi ekki allir á einn veg, eða hann glæpist á því að segja sömu sögnina tvisvar í mismunandi mynd- um. Dæmi þessa hvorstveggja koma fyrir í Reykdælu. Þá er það eðli alþýðlegra munnmæla, að þau draga að sér efni úr farandsögum og þjóðtrú, og fer því fjarri, að sögurnar sé allt af því trúrri endursögn munnmæla sem þær eru méð raunsærra brag. Hitt er sönnu nær, að höfundur Eyrbyggju hafi t. d. haft meiri sögusagnir af Fróðárundrum og afturgöngu Þórólfs bægifóts en af viðskiptum þeirra Snorra og Arnkels goða. Sum atriði í sögunum eru af því tagir að engum skáldsöguhöfundi er trúandi til þess að hafa haft gaman af að búa þau til né gera ráð fyrir, að lesendur hans hefði skemmtun af þeim. Þau koma gangi sögunnar ekkert við, trufla hann fremur og gera erfiðara að halda meginþræðinum. Oft eru höf- undarnir í vandræðum með að koma þeim fyrir á rétt- um stöðum í frásögunni. Þetta getur valdið kynlegum tvískinnungi í efnismeðferðinni. Samvizkusemi fróð- leiksmannsins, sem vill halda sem flestu til haga og bjarga því frá gleymsku, togast á við smekk og hæfi- leika listamannsins. Sögurnar verða sundurleitar, eins og Bjarnar saga Hítdælakappa, sem fer öll í mola um miðbikið, þar sem átthagasagnirnar eru fjölskrúð- ugastar, eða þar koma fyrir útúrdúrar, laus fróðleik- ur, sem er ekki samlagaður söguþræðinum. Jafnvel í Gunnlaugs sögu, sem annars er með svo miklum skáld- sögublæ að samsetningu, sést það stundum, að höf- undurinn hefur ekki í öllum höndum við efnið (sum- ar vísur Gunnlaugs og ómerkileg atvik, sem segja verður þeim til skýringar).

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.