Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 75
73
un dregin af skoðun Finns, að saga væri því fyrr
rituð sem hún væri b e t u r samin, ,en sú, sem Heusler
gerði: að sögurnar hefði náð fullum listarþroska í
munnmælunum. En ályktanir af svo hæpnum forsend-
um hljóta að gjalda undirstöðunnar, þó að þær sjálf-
ar sé rökréttar.
3) Það hefur verið almennt viðurkennt, að milli
sannra sagna og lygisagna, þeirra sagna, sem runn-
ar væri af gömlum arfsögnum, og hinna, sem væri
uppdiktaðar af riturum, mætti greina á ofur-auðveld-
an hátt. Lygisögurnar kæmi upp um sig sjálfar. Þær
væri fullar af öfgum og ýkjum, ófrumlegar, efnið
tínt saman úr ýmsum áttum, úr æfintýrum, erlend-
urn riddarasögum, fornaldarsögum o. s. frv. Mann-
lýsingarnar væri sviplausar, steyptar í sama móti,
ýmist skuggalausar eða allt biksvart. Það hefði ver-
ið eindreginn vilji allra höfunda eða „ritara“ íslend-
inga sagna að skrásetja ekki annað en það, sem þeir
hugðu satt og rétt, þangað til veröldin tók að spill-
ast, „um og eftir 1300“. Þar sem út af því brygði,
væri það að kenna brjáluðum munnmælum, eins og
t. d. í Hænsa-Þóris sögu.1) Enginn almennilegur mað-
ur hefði viljað skrökva neinu né kunnað að gera það
sæmilega. En Hrafnkatla virðist sterklega benda til
þess, að íslenzkri skáldsagnagerð í fornöld hafi ekki
verið þessi takmörk sett, að fleiri sögur geti verið
skáldsögur ,en þær, sem eru vondar skáldsögur. Þessi
gamli og góði prófsteinn á sögurnar reynist ekki ör-
uggur til þess að skera úr því, hvernig þær eru orðn-
ar til. Finnur Jónson hefur rökstutt sannindi Gunn-
laugs sögu á ofur-einfaldan hátt: „At de fortalte be-
1) í formála mínum fyrir þessari sögu (í Borgfirðinga sög-
um) hef eg sýnt fram á, að höf. hennar hefur vísvitandi vikið
frá íslendingabók, á svipaðan hátt og höf. Hrafnkötlu frá Land-
námu.