Studia Islandica - 01.06.1940, Page 21

Studia Islandica - 01.06.1940, Page 21
19 fjórðungsins og einn af mestu höfðingjum landsins í lok landnámsaldar. Ekki verður því neitað, að þetta er óvenjuleg saga og ótrúleg. Eftir að Hrafnkell hefur verið hrakinn frá Aðal- bóli, kaupir hann í skuld landið að Lokhillu. Hann verður þar skjótt uppgangsmaður mikill. Þá segir sagan, að um það leyti hafi komið „sem mest skip af Nóregi til íslands; námu menn þá sem mest land í heraðinu um Hrafnkels daga“. Þetta á að gerast um miðja 10. öld, og kemur öllum saman um, að það sé lokleysa, hversu vel sem þeir annars trúa sögunni. En hvernig fór Hrafnkell þá að eignast þarna stóra þing- há á fáum árum? Þó að hann væri afburðamaður, var það aðeins hugsanlegt með því móti, að á þessum slóð- um væri ekkert stórmenni fyrir til forráða. Nú segir Landnáma, að Brynjólfur inn gamli, sonur Þorgeirs Vestarssonar, næmi „Fljótsdal allan, fyrir ofan Hengi- forsá fyrir vestan, en fyrir ofan Gilsá fyrir austan; Skriðudal allan ok svá vQlluna út til Eyvindarár ok tók mikit af landnámi Una Garðarssonar ok byggði þar frændum sínum ok mágum“. Brynjólfur átti 13 börn, að sögn Landnámu. Hann gaf Ævari bróður sín- um Skriðudal allan fyrir ofan Gilsá, en Ásröði, sem átti stjúpdóttur hans og bróðurdóttur, öll lönd milli Gilsár og Eyvindarár. Til Ásröðar rakti Kolskeggur fróði ætt sína. Þetta var sterkur ættbálkur. Brynjólf- ur er talinn einn af göfugustu landnámsmönnum á Austurlandi, og niðjar hans virðast hafa verið goð- orðsmenn hver fram af öðrum: Össur, Bersi og Hólm- steinn, sem kemur bæði við Droplaugarsona sögu og Njálu. Ofan í mitt landnám Brynjólfs gamla hefði nú Hrafnkell átt að setjast, félaus og niðurlægður, og verða þar alls ráðandi á fáum árum. Þetta er hin mesta fjarstæða. Það er ekki meira rúm fyrir ríki 2*

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.