Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 62
60
ið fyrir: að taka völdin af Sámi. Nú er hann orðinrr
svo öruggur, að hann getur farið vægilega með Sám.
Hófsemi hans kemur líka fram í því, að hann leitar
engra hefnda á Þjóstarssonum, svo mjög sem þeir
höfðu til þess unnið. I því er fólgin óbein viðurkenn-
ing þess, að meðferðin á honum hafi ekki verið fyrir
sakleysi, hann hafi goldið þar ofsa síns og óvarkárni.
Og þeir bræður sitja auk þess svo fjarri, að hefndin
yrði torsótt og hættusöm. Eftir víg Eyvindar flýr hann
fyrir Sámi, án þess að finnast skömm að því. Hann
vill ekki hætta sér út í neina tvísýnu. Eyvindur gat
ekki leyft sér að flýja fyrir Hrafnkeli. Hann er ekki
nógu mikill maður til þess að gera það, sem „mörgum
manni myndi hlægilegt þykja“. Hrafnkell getur leyft
sér að flýja, því að full uppreist er fram undan. Og
í þetta sinn sefur hann ekki fram yfir rismál. Sámur
stefnir mönnum að sér að morgni. Hrafnkell safnar
liði þegar um kvöldið, fer vestur yfir heiði um nótt-
ina og tekur Sám í rekkju.
Harðneskja Hrafnkels kemur fram í vígi Eyvindar,
sem hann á engar beinar sakir við. „Hann hafði engi
orð við Eyvind ok veitti þegar atgpngu“. Hann léttir
ekki fyrr en Eyvindur og allir förunautar hans eru
dauðir. „Var þat trúliga gQrt“. Nú er honum engin
iðrun í skapi, eins og eftir víg Einars. Hann segir við
Sám: „Fyrir Eyvind, bróður þinn, skulu engar bœtr
koma, fyrir því at þú mæltir herfiliga eptir inn
fyrra frænda þinn“.
Það er fátítt í íslenzkum fornsögum, að þroskaferli
manns sé lýst svo gjörla sem hér og höfundur láti það
svo greinilega í ljós, að hann veit, hvað hann er að
fara. Snorri gerir það í Ólafs sögu helga, þar sem
hann steypir heild úr tvenns konar skilningi fyrri
manna með því að skýra, hvernig reynsla og mótlæti
gerir heilagan mann úr stríðlátum víkingi.1) Það
1) Nánara skýrt í riti inínu um Snorra Sturluson, 217—219-