Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 62

Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 62
60 ið fyrir: að taka völdin af Sámi. Nú er hann orðinrr svo öruggur, að hann getur farið vægilega með Sám. Hófsemi hans kemur líka fram í því, að hann leitar engra hefnda á Þjóstarssonum, svo mjög sem þeir höfðu til þess unnið. I því er fólgin óbein viðurkenn- ing þess, að meðferðin á honum hafi ekki verið fyrir sakleysi, hann hafi goldið þar ofsa síns og óvarkárni. Og þeir bræður sitja auk þess svo fjarri, að hefndin yrði torsótt og hættusöm. Eftir víg Eyvindar flýr hann fyrir Sámi, án þess að finnast skömm að því. Hann vill ekki hætta sér út í neina tvísýnu. Eyvindur gat ekki leyft sér að flýja fyrir Hrafnkeli. Hann er ekki nógu mikill maður til þess að gera það, sem „mörgum manni myndi hlægilegt þykja“. Hrafnkell getur leyft sér að flýja, því að full uppreist er fram undan. Og í þetta sinn sefur hann ekki fram yfir rismál. Sámur stefnir mönnum að sér að morgni. Hrafnkell safnar liði þegar um kvöldið, fer vestur yfir heiði um nótt- ina og tekur Sám í rekkju. Harðneskja Hrafnkels kemur fram í vígi Eyvindar, sem hann á engar beinar sakir við. „Hann hafði engi orð við Eyvind ok veitti þegar atgpngu“. Hann léttir ekki fyrr en Eyvindur og allir förunautar hans eru dauðir. „Var þat trúliga gQrt“. Nú er honum engin iðrun í skapi, eins og eftir víg Einars. Hann segir við Sám: „Fyrir Eyvind, bróður þinn, skulu engar bœtr koma, fyrir því at þú mæltir herfiliga eptir inn fyrra frænda þinn“. Það er fátítt í íslenzkum fornsögum, að þroskaferli manns sé lýst svo gjörla sem hér og höfundur láti það svo greinilega í ljós, að hann veit, hvað hann er að fara. Snorri gerir það í Ólafs sögu helga, þar sem hann steypir heild úr tvenns konar skilningi fyrri manna með því að skýra, hvernig reynsla og mótlæti gerir heilagan mann úr stríðlátum víkingi.1) Það 1) Nánara skýrt í riti inínu um Snorra Sturluson, 217—219-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.