Studia Islandica - 01.06.1940, Page 28

Studia Islandica - 01.06.1940, Page 28
26 flutzt niSur í Fljótsdal. Án þess að .eg hafi neina trölla- trú á Brandkrossa þætti, þykir mér sennilegra, að skýring hans sé nær sanni, að bærinn gæti verið kenndur við Hrafnkel Þórisson (sbr. Njálu). Þá verður að víkja að bústað Hrafnkels, sem Landn. kallar Steinröðarstaði, en sagan Aðalból. V,el má vera, að Aðalból hafi verið byggður bær á 13. öld, þó að engar aðrar heimildir sé um það en Hrafnkatla.1) Það ,er a. m. k. annar bærinn í dalnum, sem byggður var upp síðar. Um Steinröðarstaði er allt ókunnugt, nema það sem Landnáma segir. Öllum fræðimönn- um virðist hafa komið saman um að trúa sögunni bet- ur. Bendir ekki undir eins nafnið Aðalból á, að þar hafi höfðingi dalsins búið? Það gerir það einmitt svo greinilega, að full ástæða var fyrir höfundinn að víkja þar frá Landnámu, einkum ef Steinröðarstaðir hafa verið komnir í eyði, ,en Aðalból verið í byggð á hans dögum. Hitt er drjúgum ósennilegra, að heimildar- maður Landnámu hefði farið að finna upp annað nafn í stað Aðalbóls, og það nafn, sem engri skýr- ingu varð á komið. Ef hér væri um tvær getgátur að ræða og líkingu mætti taka af lesháttagreiningu handrita, myndi eg kalla Aðalból Lectio facilior og Steinröðarstaði lectio difficilior. Steinröð- arstaðir er af þeirri tegund fróðleiks, sem vekur traust með því að vera óskiljanlegt sem tilbúningur. Til þess að átta sig betur á þessu og ýmsu öðru í sögunni verður að drepa lauslega á byggðarsögu Hrafnkelsdals. Sagan nefnir ekki bæjatölu í dalnum, en gerir þar auðsjáanlega ráð fyrir talsverðri byggð. Brandkrossa þáttur segir, að þar hafi verið nær 20 bæ- ir, og aðrar sögusagnir 14. Þetta eru auðvitað ýkjur, líkt og um byggðina í Örnólfsdal í Hænsa-Þóris sögu. Hrafnkatla nefnir fjóra bæi í dalnum með nafni, Að- 1) Fljótsdæla tekur nafnið einungis eftir Hrafnkötlu.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.