Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 26
24
ingum hennar.1) Hvers v.egna lá Hallfreðargata frá.
Hallfreðarstöðum upp í Hrafnkelsdal? Hvaða erindi
átti einhver Hallfreður þessa leið? Það gat vel verið
nafnið á götunni, sem gaf höf. þá hugmynd að láta.
Hrafnkel vera Hallfreðarson.
Á svipaðan hátt hygg eg, að nafn Eyvindar Bjarna-
sonar sé til komið. Ef það er tilbúningur, að Þjóstars-
synir hafi v.erið til, Hrafnkell hafi verið hrakinn nið-
ur í Fljótsdal o. s. frv., þá er Eyvindur og víg hans
vitanlega líka skáldskapur. Hann ber þess líka sæmi-
lega glögg merki. Hann hefur ekki einungis verið úti
í Miklagarði, alveg eins og Þorkell leppur, á þeim
tíma, sem mjög er efasamt, að nokkurir Væringjar
hafi v.erið þar, heldur hefur hann líka skósvein að sið
erlendra höfðingja. En þar sem voru örnefnin Ey-
vindarfjöll og Eyvindardalur, fann höfundur í senn
nafn á hann og staðfestingu sögu sinnar fyrir síðari
kynslóðir. Eyvindardalur gengur austur úr Jökuldal,
eftir honum rennur Eyvindará, og Eyvindarfjöll eru.
nokkuru innar en vegurinn úr Fljótsdal að Aðalbóli>
Þó að einhver Eyvindur hefði nú verið drepinn þarna
uppi á heiðinni, væri mikið í borið að kenna alla þessa
staði við hann. Miklu sennilegra er, að nöfnin sé gef-
in neðan af Jökuldal, fyrst Eyvindardalur og Eyvind-
ará, síðan fjöllin uppi á heiðinni. En þá er Ey vind-
a r t o r f a. Nafnið er nú óþekkt, en hafi það nokk-
urn tíma verið til, hefur það, eins og fleiri nöfn, sem
eg kem síðar að, v.erið gefið eftir sögunni. Ef til vill
1) Hallfreðargötu þekkja menn enn, og nafnið er varla til-
búið af höfundi sögunnar, þó að lýsing hans sé ónákvæm. Sjá.
Safn II, 454. í þeirri ritgerð er bent á, að í 2. kap. sögunnar eigi
að standa Fljótsdalsheiði f. Fljótsdalsheraði.
Sama villa kemur fyrir tvisvar seinna í sögunni, þar sem sagt
er frá þingreið Hrafnkels og brottrekstri frá Aðalbóli. En lík-
legra er, að þetta sé afbökun í handritunum en villa frá hendi
höfundar.