Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 65

Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 65
63 kann ekki að dylja gleði sína, er honum hefur verið heitið liðveizlu, þó að hyggilegra væri að láta á engu bera. Eftir málalokin gengur hann um á þinginu „mjgk uppstertr“. Þorgeir leiðir honum fyrir sjónir, hvernig nú muni fara skipti þeirra Hrafnkels heima í héraði. „Aldri hirði ek þat“, segir Sámur. „Hraustr maðr ertu“, segir Þorgeir, en á í raun og veru við, að hann sé fáráðlingur. Merkilega er þeim Þjóstarssonum lýst í fáum og sterkum dráttum. Þorkell er örgerður, brjóstgóður,. lítt reyndur, fús til stórræða, að leggja í tvísýnu („hefir sá jafnan, .er hættir“). Þorgeir er gætinn, ráð- settur, seintekinn, en öruggur, ef hann lætur til skar- ar skríða, raunsær og miskunnarlaus. Einkenni þeirra eru svo skýr, að á einum stað má leiðrétta texta hand- ritanna eftir því. Það hlýtur, samkvæmt öllu eðli þeirra bræðra, að vera Þorgeir og ekki Þorkell, sem varar Sám við að gefa Hrafnkeli líf. Enda staðfestist þetta af því, sem síðar kemur, er einmitt Þorgeir segir við Sám: „Hefir þat farit eptir því, sem e k ætlaða, -----at þess myndir þú mest iðrask“. Einkennilegasta atriðið í sögunni er ráðagerð Þor- kels um liðsbón Þorbjarnar karls, að hann skuli kom- ast í kynni við Þorgeir með því að grípa sem harka- legast í veika fótinn á honum sofandi og vita, hvern- ig honum verði við. Þorbirni finnst þetta heldur óráð- legt og líklega ýmsum lesöndum lítt skiljanlegt eða út í bláinn. En höfundur Hrafnkötlu veit oftast nær, hvað hann syngur, og þó aldrei betur en þarna. Hugsum um fyrri viðskipti þeirra bræðranna, með því skaplyndi þeirra, sem að framan er lýst. Alla tíð, frá því að þeir voru smásveinar, hefur yngri bróðir- inn, Þorkell, verið að koma með uppástungur um smá- ræði og stórræði, sem þeir skyldi hætta sér út í. Og allt af hefur bróðir hans þumbazt á móti með blá- kaldri skynsemi og óhagganlegu hæglæti. Og bilið L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.