Studia Islandica - 01.06.1940, Page 74

Studia Islandica - 01.06.1940, Page 74
72 mönnum hefur virzt gefa skýrasta hugmynd um munnlega sagnaskemmtun, sé orðið til á svipaðan hátt og Hrafnkatla: skáldsagnaritun á svo háu þroskastigi, að það villir mönnum sýn, orkar á les- andann sem hin fullkomna munnlega frásögn, eins og hún ætti að hafa verið? Finnur Jónsson hefur vel séð ágæti Hrafnkötlu: ,,Med hensyn til sin komposition er sagaen et mester- stykke, en ren perle blandt slægtsagaerne“, segir hann m. a. En svo bætir hann skömmu síðar við þess- ari óheyrilegu setningu: „at kompositionen forbyder at sætte sagaen til en senere tid end omkring 1200, er en afgjort sag; den kan godt være ældre'V) Nú kemst Finnur ekki hjá því að tímasetja sum sagnarit nærri réttu lagi. Hann verður að viðurkenna, að kon- ungasögur Snorra sé til orðnar á árunum 1225—35, að Njála í sinni núverandi mynd sé ,ekki eldri en frá tímabilinu 1250—80. Hann telur Hænsa-Þóris sögu frá síðara helmingi eða síðasta fjórðungi 13. aldar, Grettis sögu frá því um eða eftir 1300. Samt sem áður getur Hrafnkatla vegna hinnar meistaralegu sam- setningar ekki verið yngri en 1200. Listin að setja vel saman sögu var ekki lengur til, þegar hinar áður nefndu íslendinga sögur voru ritaðar, ekki einu sinni þegar Snorri var að klambra sínum ritum saman, — höfundur Hrafnkötlu þarf endilega að vera samtíma- maður Odds Snorrasonar og Gunnlaugs Leifssonar! Um Islendinga sögur gildir ekki nema ein regla: í upphafi var fullkomnunin, síðan fer öllu hnignandi. Hefur nokkur maður tekið slíkt trúanlegt? Meira en svo. Þegar Heusler, eins og áður er getið, telur Hrafn- kötlu ,,að líkindum snemma ritaða“, hefur hann varla mikið annað við að styðjast en bókmenntasögur þeirra Finns og Mogks. Og það varð tæplega önnur álykt- 1) Litt. hist. II, 516, 517.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.