Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 22

Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 22
20 Hrafnkels í Fljótsdal en þeirra Þjóstarssona í Þorska- firði.1) Hitt er annað mál, að af Droplaugarsona sögu, sem áreiðanlega er eldri og reist á meiri sögusögnum en Hrafnkatla, má sjá, að tveir sonasynir Hrafnkels búa síðar á þessum slóðum, Helgi Ásbjarnarson og Hrafn- kell Þórisson, eins og áður er getið. En þeir eru báðir í mægðum við ættmenn Brynjólfs gamla, Helgi á Droplaugu Bersadóttur, en Hólmsteinn Bersason Ás- laugu Þórisdóttur, systur Hrafnkels. Þeir bræðrung- arnir eiga goðorð saman, og gæti það vel verið erfða- goðorð þeirra, ofan af Jökuldal, sem þeir hefði auk- ið með þingmannastyrk úr Fljótsdal og af Héraði. Það er ekki ósennilegt, að einhver vitneskja um þessa afkomendur Hrafnkels eldra hafi gefið höfundi sög- unnar hugmyndina að láta þetta mannaforráð þeirra fyrir neðan heiði stafa frá eldra tíma. Vel má vera, að höfundur Hrafnkötlu hafi þekkt Dropl. sona sögu. Á það bendir, að hann talar um Hallsteinssonu á Víðivöllum, Sighvat og Snorra. f Dropl. s. s. er líka talað um Hallsteinssonu á Víðivöll- um, Þórð, Þorkel og Eindriða. Þegar Jakob Jakob- sen í formála Austfirðinga sagna telur, að hér sé átt við sömu menn, ,en hitt sé óvíst, hvor sagan hafi rétt- ari nöfn, þá gleymir hann alveg tímatalinu. Hall- steinssynir Hrafnkötlu eru fulltíða menn um miðja 10. öld, en Hallsteinssynir Dropl. s. s. eru ekki ein- ungis enn á lífi um 1000, heldur kvænist faðir þeirra um það leyti í annað sinn. En hví ekki að berja hér í brestina, eins og vant er, og gera ráð fyrir, að Hall- 1) Landnáma getur oft um bústaðaskipti landnámsmanna, þó að þau verði ekki með svo sögulegum atvikum sem flutningur Hrafnkels að Hrafnkelsstöðum. Það er nærri óhugsandi, að heim- ildarmenn um landnám á þessum slóðum hafi þekkt nokkurar sagnir um það atriði. Ef þær hafa verið til, hefði þær því átt að myndast síðar en Landnáma var skrásett.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.