Studia Islandica - 01.06.1970, Blaðsíða 13
11
koma þeim saman. Mér er kunnugt um, að ungur landi
hefur samið leikrit á dönsku, - ég hef lesið um það
í Skírni. En ég ætla að skrifa hér sögu, sögu um má
og sjó og siglingar, hún á að heita Bölgeskvulp, -
öldugjálfur.1
Gunnar Gunnarsson leysir landfestar árið 1907, þá 18
ára,2 til að „halda út í heiminn, kynnast öðrum löndum,
þjóðum og siðum, safna vizku, reynslu og skilningi“, „eins
og hinir ungu menn í íslendingasögunum.“ 3
Það gefur auga leið, hvílíka vinnu og ögun það hefur kost-
að hina ungu íslendinga að ná svo góðum tökum á erlendu
máli, með öllum þess blæbrigðum, að ströngustu kröfum list-
arinnar yrði fullnægt; enda tók það þá nokkur ár að geta
talizt hlutgengir á dönskum bókamarkaði. Það hefur verið
þeim ómetanlegur stuðningur á þessari erfiðu leið, að Georg
Brandes, hókmenntafræðingurinn frægi, tók þá svo að segja
strax upp á sína arma, ræddi við þá um verk þeirra, skrifaði
um þau og vakti athygli á þeim.4 Enginn vafi er á því, að
þáttur Brandesar hefur ráðið allmiklu um viðtökumar.
1 Gunnar Gunnarsson 1942, 398-397. Raunsannleiki þessa skáld-
sögukafla hlýtur stuðning við þá staðreynd, að í Skírni 1906 er ritdóm-
ur eftir Guðmund Finnbogason um Dr. Rung Jóhanns Sigurjónssonar,
81-83. Mjög sennilegt má telja, að Gunnar Gunnarsson hafi lesið þann rit-
dóm. - 1 eftirmála við Borgarœttina segir Gunnar Gunnarsson frá fyrstu
tilraun sinni til skáldsöguritunar á dönsku: „Fyrstu söguna á dönsku
skrifaði ég um borð í Agli gamla . . . á leið til útlanda. Við vorum
þrjár vikur í hafi, en sagan stutt. Hún hét Bölgeskvulp og var eitt-
hvað í ætt við Herman Bang. Lætur að líkum, að það hafi verið spá-
mannlegt gjálp lognöldunnar við skipshliðina á fjörðum inni, sem setti
mig í heimspekilegar hugleiðingar, en angrið við að hverfa úr heima-
högum í glímu við einhverjar stóreflis vonir leikið undir.“ Sjá Gunnar
Gunnarsson 1944, 377-378.
2 Steingrimur J. Þorsteinsson 1959, 13.
3 Gunnar Gunnarsson 1942, 384.
4 Sjá t. a. m. Toldberg, 41-42; Stefán Einarsson 1932, 11; Masken
9.-15. Sept. 1921, en þar segir Kamban: „Der er noget tragisk ved at
vaere henvist til at skrive et fremmed Sprog. Forovrigt har Kritikken
været mig god. Jeg husker især efter Hadda Paddas Udgivelse en An-
meldelse af Georg Brandes i Tilskueren, som gav mig Mod til at afbryde
Studierne og fortsætte."