Studia Islandica - 01.06.1983, Síða 9
FORMÁLI
Ritgerð sú, sem hér birtist, er endurskoðuð gerð B.A.-ritgerðar sem
skrifuð var vorið 1979 undir umsjón Öskars heitins Halldórssonar
dósents. Enda þótt sjálfsagt megi líta á þessa ritgerð sem anga af
hinni svokölluðu „nýju sagnfestu" gekk ég ekki að verkinu með það
að markmiði, heldur er efnismeðferð og niðurstöður afsprengi glímunn-
ar við viðfangsefnið. Eftir að ég skrifaði þessa ritgerð hvarf ég alfarið
að öðrum fræðum. Undirbúningur þessarar útgáfu er því nokkurs
konar framhjátaka. Aðstæður mínar hafa ekki leyft svo gagngera
endurskoðun sem æskilegt hefði verið, með því að ég hef ekki getað
ihugað viðfangsefnið alveg upp á nýtt frá grunni. 'í'msum mun finnast
margt svífa hér í lausu lofti, eins og reyndar leiðir að nokkru af við-
fangsefninu. Það getur þó verið skemmtilegt að velta fyrir sér þessrnn
efnum, jafnvel þótt menn verði að láta sér nægja meira eða minna
sennilegar tilgátur. Vona ég að lesendur hafi þá skemmtun af lestrin-
um sem ég af vinnunni við viðfangsefnið, en losni við þá erfiðleika
sem henni voru samfara. Enda þótt ritgerð þessi megi kallast langt
mál um stuttan texta er hér að sjálfsögðu ekki um að ræða neina
endanlega úttekt á efninu, fleira má skýra og betur og sumt sjálfsagt
á annan hátt.
Margir hafa lagt mér lið á einhvern hátt á einhverju stigi þessarar
ritgerðar. Of langt væri að telja þá alla upp hér, nöfn sumra koma
fram annars staðar á þessum blöðum, en öllum færi ég mínar bestu
þakkir. Ég þakka Árnastofnunarmönnum og orðabókarmönnum í
Reykjavik og Kaupmannahöfn og Árna Björnssyni á Þjóðháttadeild
Þjóðminjasafns. Fyrir þarfar ábendingar og viðræður þakka ég
Gunnari F. Guðmundssyni sagnfræðingi, guðfræðingunum sr. Hreini
S. Hákonarsyni og dr. Einari Sigurbjörnssyni prófessor, og Ólafi Hall-
dórssyni handritafræðingi. Óskari Árna Óskarssyni á Háskólabókasafni
færi ég þakkir fyrir lipra aðstoð við að hafa uppi á ritum og Jóhannesi
Halldórssyni cand. mag. fyrir dýrmætt liðsinni við prófarkalestur.
Reykjavík í september 1983
Kjartan G. Ottósson.