Studia Islandica - 01.06.1983, Qupperneq 12
10
beirra sem frásögnin var skrifuð fyrir var allólikur hug-
myndaheimi nútímalesenda, og er hér reynt að varpa
nokkru ljósi á það, hvaða hugmyndir frásögnin muni hafa
vakið hjá samtímamönnum höfundar. Hugað verður lítil-
lega að list Fróðárundraþáttar, en sú umfjöllun verður að
mestu takmörkuð við afturgöngumar og önnur yfimáttúr-
leg fyrirbæri, einkum hvemig höfundur beitir þeim til að
mynda og viðhalda spennu í frásögninni. Einnig verður
hugað að uppruna þessarar frásagnar, einkum að hve miklu
leyti hún gæti verið höfundarverk og að hve miklu leyti
úr munnmælum, og hvort hún geti átt sér sögulegar rætur.
Þess viðhorfs hefur gætt nú síðustu árin, að í íslendinga-
sögunum sé að mjög miklu leyti byggt á munnmælum um
sögulega atburði, en þessar munnmælasagnir hafi á ferli
símim tekið þeim breytingmn sem almennt verða á slíkum
þjóðsögnum. 1 slíkum sögmmx eru það helst aðaldrættir
söguþráðarins sem geymast óbreyttir, en einstök smærri
atriði og lýsingar atburða eru óáreiðanleg. (Óskar Halldórs-
son 1976, 25-30). Nú má geta þess til, að um Fróðárundur
hafi verið til sérstakar þjóðsagnir. Þar er þó þess að gæta,
að um frásagnir af yfirnáttúrlegum atburðum gilda nokkuð
önnur lögmál en um aðrar sagnir.
1 2. kafla ritgerðarinnar verður fjallað um draugasögur
almennt. Hugað verður að því, hvernig þær koma helst
upp, en það getur gefið vísbendingu um það, hvað geti
verið komið úr munnmælum í frásögninni af Fróðárundr-
um. Einnig verður litið á nokkrar gerðir frásagna af aftur-
göngum og frásögninni af Fróðárundrum valinn staður
meðal þeirra. I 3. kafla verður athugað, hvemig Fróðár-
undrin falla að öðmm draugasögum Islendingasagnanna.
I 4. kafla verður drepið á viðhorf kaþólskra til undra sem
þessara. Þá er fjallað um tvo meginþætti undranna, sótt af
völdum dauðra manna og hlutverk rekkjubúnaðarins. Síðan
er fjallað mn hvem þátt undranna eftir timaröð. önnur
atriði, sem til álita koma, eru rædd þar sem þau tengjast
mest einhverjum ofangreindra þátta. Að lokum verða svo