Studia Islandica - 01.06.1983, Page 19
17
það falli betur að ríkjandi hefðum. Þegar hann svo segir
frá reynslu sinni á sér stað enn frekari samræming, hann
getur t.d. skipt um skoðun á eðli reynslu sinnar fyrir til-
stilli þess hóps, sem hann tilheyrir. (Honko 1973, 51-52;
sbr. Einar Ól. Sveinsson 1940, 269). Á þennan hátt falla
einstaklingsbundin og tilviljunarkennd atriði gjaman brott
úr hinni upprunalegu frásögn, fyllt er upp í eyður og hinir
algildu og dæmigerðu þættir dregnir fram.
Þessar frásagnir af „yfimáttúrlegri“ reynslu kallast á
erlendu máli „memorat“, sem hér verður til bráðabirgða
þýtt „reynslufrásagnir“. Höfundur hugtaksins, C. W. von
Sydow, skilgreinir það sem „die Erzahlungen der Leute
uber eigene, rein persönliche Erlebnisse“. (Bodker 1969,
660). Seinni fræðimenn hafa útvíkkað merkinguna nokkuð
og láta það einnig ná til frásagna þeirra sem þekktu við-
komandi persónulega, helst þurfa þeir að vera ættingjar
hans. (Honko 1973, 58-59; Röhrich 1966, 4-9). Það sem
hér skiptir máli er það, að reynslufrásagnir em ekki komnar
inn í eiginlega munnlega geymd og því ósnortnar af þeim
breytingmn, sem munnmælasagnir eru undirorpnar. En
enda þótt reynslufrásagnir geymi einstaklingsbundna og
einstæða þætti sem eiga rætur að rekja til hinnar „yfir-
náttúrlegu“ reynslu sjálfrar, em þær þó frá upphafi til
enda mótaðar af hefðbundinni þjóðtrú, eins og við höfum
séð.
Þegar af þeirri ástæðu, hve langt er milli skrásetningar
Fróðárundraþáttar og atburða þeirra, sem hann þykist segja
frá, er útilokað að þátturinn sé ber og ómenguð reynslu-
frásögn.3)
2.2. Draugatrú hefur eflaust verið hér í heiðni. Hug-
myndir um einhvers konar líf eftir dauðann koma fyrir
meðal allra þjóða (Sydow 1935, 96), og ótti við hina dauðu
er almennt útbreiddur. Af þessinn ótta sprettur draugatrú.
I norrænni heiðni lifðu hinar margvíslegustu hugmynd-
ir um líf eftir dauðann hlið við hlið án þess til árekstra
2
L