Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 22
20
því sem þau eru fjarlægari henni, því meiri ástæða er að
öðru jöfnu til að athuga möguleikann á beinum tengsl-
um.5)
2.3. Reynslufrásagnir (,,memorat“) geta borist í mimn-
mælum út um samfélagið. Þá er hætt við að sú samræming
við ríkjandi hefðir, sem um var rætt í 2.1., haldi áfram.
Þó er til, að hin yfimáttúrlega reynsla sé svo ólík þvi
hefðbundna, að ekki sé hægt að fella hana inn í ákveðið
„munstur“. Nýstárleikinn getur þá með öðm stuðlað að
því að slík atvik lifi í munnlegri geymd, lítt breytt frá
reynslufrásögninni, eða í mynd þjóðsagnar. (Honko 1973,
52).
Þær reynslufrásagnir sem komast í munnmæli lúta þeim
lögmálum sem um munnmæli gilda, þær hreytast eins og
hverjar aðrar þjóðsagnir. (Einar Ól. Sveinsson 1940, 54-
55). Að lokum er svo komið, að ógjömingur er að gera
sér grein fyrir því, hvernig upphaflega reynslufrásögnin
leit út.
En þjóðsagnir myndast einnig á annan hátt, þær em oft
uppspuni frá rótum. (Einar Ól. Sveinsson 1940, 55—56).
Flestar draugasögur af því tagi em það sem C. W. von
Sydow kallar „vittnesságner“, en hér verða þær sagnir til
bráðahirgða kallaðar „dæmisagnir“. (Sydow 1935, 95;
Sydow 1931, 107). Dæmisagnir má að vissu marki kalla
að séu þjóðtrú í söguformi, þær skýra hver um sig ein-
hverja ákveðna hlið á þjóðtrúnni með dæmi.6) Þannig
segja draugasögur af þessu tagi m.a. frá því, hvað gerist,
ef ekki er gætt fyllstu varúðar í skiptum við hina dauðu,
t.d. beinum þeirra ekki haldið saman. 1 dæmisögunum er
aðaláherslan á söguþræðinum, sögustaður og persónur,
þegar slíkt er tiltekið, eru frekar ætluð til að gera sögnina
trúverðugri. Uppruni frásagnanna skiptir ekki meginmáli
um það, hvort lagður er á þær trúnaður eða ekki. Fólk er
misjafnlega trúgjamt og einnig þeir sem ekki trúa frásögn-
unum geta breitt þær út (sbr. Dégh og Vázsonyi 1973, 90).