Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 23
21
Aðeins lítill hluti þeirra þjóðsagna, sem til verða, á sér
lengri lífdaga auðið: „sagnimar heyja, ef svo má að orði
kveða um slík efni, harða samkeppni, og líf þeirra er undir
því komið, hvort þær þykja skemmtilegar, spennandi,
áhrifamiklar eða eru tengdar við nokkra þá hluti, sem
halda þeim uppi og gera þær að áhugaefni manna“. (Einar
Ól. Sveinsson 1940, 54). Ef þjóðsaga hefur að geyma eitt-
hvað yfimáttúrlegt sem menn era gjamir að trúa eykur
það möguleika hennar til að ná útbreiðslu og lifa af. Það
veldur m.a. því, að yfirnáttúrlegt efni er gjaman eftir á
tengt frásögnmn af náttúrlegum sögulegmn atburðum
(„kronikat“, sjá Klintberg 1973, 11). Reyndar gildir al-
mennt, að frægir staðir, persónur eða atburðir draga að
sér ýmsar þjóðsagnir. (Sbr. Einar Ól. Sveinsson 1940,
198—201). Eykst það eftir því sem lengra líður frá atburð-
inum og eftir því sem vettvangurinn er fjarlægari. (Sbr.
Mundal 1974, 22).
Draugasögur skipa sérstakan sess innan flokks yfirnátt-
úrlegra þjóðsagna. Dauðinn er ávallt nálægur í daglegu
lífi manna, og því vekja yfirnáttúrlegar frásagnir honum
tengdar sérstaka athygli. Menn skemmta sér við að segja
hver öðrum sem magnaðastar draugasögur, gjarnan svo að
fari um áheyrandann. Þá spillir ekki að hafa frásögnina
sem dularfyllsta, skýra sem minnst, því óttinn er mestur
við hið óþekkta. Islendingar hinir fornu höfðu hin marg-
víslegustu ráð gegn afturgöngum, og kaþólska kirkjan réð
yfir ýmsum vopnum gegn illum vættum. Þær drauga-
sögur sem ekki falla vel að þessum hugmyndakerfum eru
fyrir þá sök magnaðari en aðrar. Frásögnin af Fróðár-
undmm telst greinilega til slíkra sagna. Ef draugasögm-nar
eru þess eðlis að lagður er trúnaður á þær, hvetur óhugn-
aðurinn sem af þeim stafar jafnframt til þess að leitað sé
skýringa á því, hvemig á draugaganginum stóð, m.a. til
þess að eiga ekki á hættu að lenda í einhverju svipuðu.
Draugasögur hafa örugglega verið sagðar til skemmtunar
hérlendis frá því á fyrstu öldum íslands byggðar. Vill