Studia Islandica - 01.06.1983, Síða 25
23
fyrst og fremst sagðar til skemmtunar, hafa einnig, eink-
um þegar fram í sækir, áhrif á draugatrúna og móta þar
með reynslu manna. (Sbr. Mundal 1974, 23).
2.4. Draugasögur þær, sem gera má ráð fyrir að gengið
hafi í munnmælum, voru ekki skráðar hér á bókfell sem
slíkar. Hins vegar er talsvert um að draugasögur séu ofnar
inn í fornsögur, einkum Islendingasögur og fomaldarsögur,
og stundum kvæði. Leikur stundum grunur á að þama sé
byggt á munnmælum, þótt í ýmsum yngri fslendingasög-
um og í sumum fomaldarsögum séu þessar frásagnir vis-
iega skrifborðsvinna. Jafnan hafa þó þessar draugasögur
form þeirra rita sem þær eru í, og því óvíst, hvernig hinar
munnlegu draugasögur hafa litið út. (Sbr. Einar Ól. Sveins-
son 1940, 70). Ekki verður heldur vitað nákvæmlega,
hversu rétta mynd þetta úrval sagna gefur af þeim drauga-
sögum sem yfirleitt vom hafðar um hönd á ritimartim-
anum, og því síður er réttlætanlegt að gera ráð fyrir því,
að þær endurspegli í öllum atriðum þjóðtrú samtímans.
Draugasögurnar í fslendingasögunum skera sig yfirleitt
ekki úr öðm efni sagnanna hvað varðar hinn hlutlæga
frásagnarhátt. (Sjá um hann t.d. Ker 1908, 235-245).
í honum felst m.a. að atburðimir em séðir utan frá. Aðeins
er sagt frá atburðunum eins og þeir koma áhorfanda fyrir
sjónir, en lesanda látið eftir að skýra þá eða túlka. Þannig
er t.d. ekki sagt frá því, hvað liggur að baki ýmsum fyrir-
bærum i Fróðámndraþætti, eins og t.d. selnum eða nauts-
rófunni. Forðast er i íslendingasögunum að fella dóma,
og prédikun er fjarri anda sagnanna. Þeim er ekki ætlað
uppbyggilegt hlutverk, nema þá í framhjáhlaupi, heldur
er þeim umfram allt ætlað að skemmta. (Fróðlegt er með
hliðsjón af þessu að bera saman Fróðámndraþátt og drauga-
söguna í Jóns sögu helga (Bisk. I, 206f.=256f.), þar sem
skýringar kaþólskrar guðfræði em ofnar inn í frásögnina
og prédikunartónninn leynir sér ekki).
Til að greina á milli verks skrásetjara eða höfunda fom-