Studia Islandica - 01.06.1983, Side 26
24
sagnanna og þess, sem komið er úr munnlegri geymd, hefur
verið athugað form frásagnanna. (Andersson 1964, 53-55).
Þegar sögur ganga lengi í munnmælum, taka þær yfirleitt
smám saman vissum breytingum. M.a. gleymast þýðingar-
laus ismáatriði, aðeins þau atriði sem máli skipta standa
eftir. Þannig verða munnmælasögur hver annarri líkar að
formi, og gilda um það svokölluð frásagnarlögmál, kennd
við Axel Olrik, og hefur m.a. Einar Ól. Sveinsson (1940,
19-25) fjallað um þau. Sundurgreining munnmæla og
höfundarverks eftir formi er vandmeðfarin, og hafa niður-
stöðumar farið mikið eftir skoðun athugandans á uppruna
íslendingasagna. Vert er t.d. að hafa í huga, að atriði, sem
við fyrstu sýn gætu virst benda til munnmæla, geta verið
stílbragð höfundar, t.d. „svo er sagt“ e.þ.h. (Sbr. EÓS,
xxiv).
Eftir að ritun Islendingasagna hófst hafa sögumar sjálf-
sagt haft áhrif hver á aðra í draugasögum eins og öðm.
M.a. hefur eflaust smám saman skapast um það venja,
hvemig sagt skyldi frá reimleikum í Islendingasögunum,
og einstök efnisatriði hafa sögur þegið hver af annarri. En
auk þróunar hverrar hókmenntagreinar verður einnig að
taka tillit til afstöðu höfundarins til efnisins. Menn hafa
sett sig í viðeigandi stellingar eftir því, hvar og hvenær
þeir atburðir áttu sér stað, isem þeir segja frá, þótt auð-
vitað hafi tilgangur með ritun verksins einnig skipt megin-
máli. Fjarlægð í tíma og rúmi ræður miklu um það, hverju
menn trúa, því fjarlægari sem atburðimir em, þeim mun
óbundnari em menn af venjulegum lögmálum hversdags-
leikans. Hvað Islendingasögurnar varðar mega t.d. atburðir
sem gerast erlendis vera ótrúlegri í sjálfum sér en þeir
sem gerast á Islandi, viðhorfið til þeirra nálgast viðhorf
fornaldarsagnanna.
Þá er rétt, áður en lengra er haldið, að gera grein fyrir
þeim draugasögum sem koma fyrir í Islendingasögunum.7)
Eru sögumar í grófum dráttum taldar upp eftir aldri skv.
því sem helst hefur verið haft fyrir satt í þeim efnum.8)