Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 27
25
Rétt er að hafa í huga, að ýmsar Islendingasögur hafa
glatast eða eru aðeins til í yngri gerðum. Þannig eru
draugasögur Svarfdælu að stofni til taldar úr eldri gerð.
(Jónas Kristjánsson 1956, lxxii-lxxiii). Hér verða þá fyrst
taldar þær frásagnir sem ég veit um, þar sem lifandi menn
verða varir við dauða í vöku. Vettvangur er hér á landi
nema annars sé getið.
í Heiðarvíga sögu, 7. kap., rís Víga-Styr upp þegar verið
er að flytja hann til kirkju, og ærir bóndadóttur. Minnst
er á þetta atvik, með aðeins öðrum efnisatriðum, í Eyr-
byggju, 56. kap. 1 Grænlendinga sögu, 6. kap., og Eiríks
sögu rauða, 6. kap., rís nýlátið fólk upp á banabeði á
Grænlandi.
1 Viga-Glúms sögu, 19. kap., sjást dauðir menn ganga á
móti feigum manni. 1 Eyrbyggju segir á nokkrum stöðum
frá dauðum mönnum utan Fróðárundra. 1 11. kap. sést
nýdrukknuðum mönnum fagnað í Helgafelli. I 34. kap.
eyðir Þórólfur bægifótur bæ sinn og allan dalinn. I 63. kap.
eyðir Þórólfur aftur bæ og drepur í líki uxans Glæsis
þann sem lét brenna lík hans. I Laxdælu, 17. kap., eyðir
Hrappur bæ sinn með afturgöngum, og í 18. kap. gerir
hann í sels líki óveður, þannig að tilvonandi ábúendur á
bæ hans farast. 1 24. kap. Laxdælu glímir Hrappm- við
fjósamann Ólafs pá, en lýtur í lægra haldi fyrir honum
sjálfum. 1 38. kap. Laxdælu glímir Hallbjöm slíkisteins-
auga við bónda nokkurn. I 76. kap. Laxdælu segir draugur
við Guðrúnu Ósvífursdóttur: „Mikil tíðendi", og strax á
eftir sér hún Þorkel, eiginmann sinn, og förunauta hans
nýdrukknaða.
f Fóstbræðra sögu, 19. kap., sjást dauðir menn fyrir
mannslátum. f Njáls sögu, 78. kap., sést Gunnar á Hlíðar-
enda kveða vísu í haugi sínum.
í Harðar sögu, 15. kap., segir frá haugbroti á Gautlandi.
f Hávarðar sögu, 2. og 3. kap., segir frá glímu við draug
svipaðri Grettis og Gláms og annarri úti við. 1 Svarfdæla
sögu, 18., 19. og 28. kafla, segir frá afturgöngum Klaufa,
L