Studia Islandica - 01.06.1983, Síða 28
26
sem m.a. berst hauslaus, og í 22. kap. sjá feigir menn sjálfa
sig á sleða hans. 1 Grettis s., 18. kap., segir frá haugbroti
í Noregi, í 32.-35. kap. er Glámsþátturinn. 1 Flóamanna
sögu, 13. kap., segir frá glímu við haugbúa og við nom
sem ris upp úr kistunni í Noregi og í 22. kap. frá aftur-
göngum og sótt á Grænlandi.
1 Bárðar sögu Snæfellsáss, 20. kap., segir frá haugbroti
með atbeina prests á Hellulandi. I Þórðar sögu hreðu,
2. kap., er haugbrot í Danmörku.
— Frá dauðiun mönnum, sem menn sjá í draumi, segir
m.a. á eftirfarandi stöðum: Reykdæla s., 19. kap., Lax-
dæla s., 76. kap., Gull-Þóris s., 3. kap. (ekki vitað, hvort
hann tryllist dauður eða kvikur). Sjá annars yfirlit um
það hjá Klare (1933-34, 5-10). Minnst er á reimleika án
þess að segja nánar frá þeim í Vatnsdælu, 36. kap., Harðar
s., 40. kap. og Gull-Þóris sögu, 20. kap. 1 Grettis s., 64. kap.
er sagt reimt sakir tröllagangs.
Greina má í grófum dráttiun tvö stig í draugasögum
Islendingasagnanna: lengst af eru náin tengsl við drauga-
trú hversdagsleikans með hinum eðlilega ótta við þá dauðu,
en síðan, með hnignandi raunsæi, fer það að verða sérstakt
hetjuhlutverk að ráða niðurlögum drauga (sjá 3.4.). Þannig
er draugatrú hversdagsleikans ráðandi í draugasögum eldri
Íslendingasagnanna: Heiðarvíga s., Víga-Glúms s., Lax-
dælu, Eyrbyggju, Eiríks s. rauða, Grænlendinga s. 1 t.d.
Hávarðar sögu og Grettlu ræður draugatrú hetjualdar-
innar. Auk þess eru sums staðar kristin áhrif, t.d. í Bárðar
sögu Snæfellsáss, og eru þau að líkindum óháð stigskipt-
ingunni. Fróðárundraþáttur fellur greinilega í fyrri flokk-
inn hér að ofan. Þrátt fyrir sérstæði undranna er drauga-
trú hversdagsleikans þar ráðandi, þótt lítils háttar votti
fyrir hetjudýrkim (Kjartan, sjá 3.4. og 11.4.).
Skemmtigildi frásagnarinnar er mikilvægt atriði þegar
hugað er að uppruna Fróðárundraþáttar. Einar Ól. Sveins-
son hefur haldið því fram, að frásögn Eyrbyggju af
Fróðárundrum sé sprottin af sagnaskemmtun. (EÓS, xxv-