Studia Islandica - 01.06.1983, Page 31
29
flytja hana til greftrunar í Skálholt. Sauðamaður og hinir
sóttdauðu, sem grafnir voru að kirkju að Fróðá, ganga
aftur, sömuleiðis Þóroddur og félagar hans, þeir fórust
undan Enni, en líkin fundust ekki.
Útliti þessara afturgangna allra er þannig lýst, að ekki
fer á milli mála að þama eru líkin sjálf á ferðinni. (Sbr.
Dehmer 1927, 30; Klare 1933-34, 28—29). Þórgunna er
„nQkvið, svá at hon hafði engan hlut á ,sér“ (E 144), lik
hennar hafði verið sveipað líndúkum, en ekki saumað um.
Þeir Þóroddur félagar em alvotir þegar þeir koma í
erfidrykkjuna, nýstignir upp úr sinni votu gröf. Þórir við-
leggur og félagar hans úr kirkjugarðinum em hins vegar
allir moldugir. (E 148-49). Áþreifanleiki afturgangnanna
kemur vel fram í líkamlegum átökum þeirra við lifandi
menn, svo sem þegar sauðamaður kastar Þóri viðlegg heim
að dyrum. (E 146).
Afturgöngurnar halda mannlegum skynjunum, þörfum
og tilfinningmn. (Klare 1933-34, 29-36). Þær sjá og heyra
eins og lifandi menn og fylgjast með því sem gerist í hf-
enda heimi. Þarrnig heyra afturgöngumar á Fróðá dóms-
orði lokið á sig (E 152), og Þórgunna fylgist með þvi,
hvemig líkferð hennar gengur. (E 144). Þeim sem grafnir
vom að kirkju er kalt í gröfum símun, því orna þeir sér
við eldinn. Hina, sem hlutu legstað á sjávarbotni, hrjáir
bæði bleyta og kuldi, þeir setjast við eldinn og vinda klæði
sin. (E 149). Þegar afturgöngumar flýja duradóminn
„fannsk þat á hvers orðum, at nauðigr losnaði.“ (E 152).
Afturgöngurnar finna líka til ótta, „allir fyrirburðir ótt-
uðusk mest Kjartan". (E 147). - Dauðir hafa mannlegt
mál, en tala sjaldan og lítið, og þá gjaman í bundnu máli.
(Klare 1933-34, 33-34; Dehmer 1927, 36). Þeir Þóroddur
félagar taka einskis manns kveðju þegar þeir vitja erfis
(E 148), en þegar afturgöngumar heyxa dómsorði lokið á
sig svara þær í stuttum stuðluðum setningum. (E 152).
Þannig sjámn við að líf líkarma er beint framhald fyrra
lífs. Þær aðferðir sem almennt em notaðar í draugasögum