Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 34
32
um. (Klare 1933-34, 47-48). I Fróðárundraþætti birtist
þetta m.a. í því, þegar sauðamaður gerir sér lítið fyrir og
kastar Þóri viðlegg heim að dyrum. (E 146).
Hinir dauðu eru líka gæddir yfimáttúrlegum hæfileik-
um, að mörgu leyti eins og galdramenn. (Klare 1933-34,
48-50, 55-56). Þeir geta t.d. skipt líkjum og breyst í dýr.
(Klare 1933-34, 24-26). Að vissu marki hafa dauðir menn
vald yfir náttúmöflunum, gera t.d. stundum galdraveður.
Stundum steypast afturgöngur í jörð. Hefur það verið skýrt
með því, að afturgöngurnar hafi getað látið jörðina opnast.
(Klare 1933-34, 43-44).
3.4. Líkamleg átök við afturgöngur koma svo víða fyrir
í draugasögum fomsagnanna, að þau má kalla dæmigerð
fyrir þær. (Dehmer 1927, 39-45). í fornaldarsögunum
segir frá glímu við haugbúa í haugbrotssögnum. Em nokkr-
ar slíkar í ungum fslendingasögum og eiga allar að gerast
erlendis. (Harðar s., 15. kap.; Grettis s., 18. kap.; Bárðar s.,
20. kap.; Þórðar s., 2. kap.; sbr. Flóamanna s., 13. kap. og
Gull-Þóris s., 3. og 4. kap.). En draugaglímur em einnig
algengar í íslendingasögunum utan haugbrotssagna.
Yfirleitt ber hetjan sigurorð af draugnum í þessum átök-
um og gerist gjaman bjargvættur fjölda fólks, jafnvel heilla
byggða sem heldur við að fara í auðn. (Mogk 1918, 208).
Þama er um að ræða útbreitt sagnaminni, sem ætlað er
að varpa ljóma á hetjxma. Eins og Sydow (1935, 99—100)
segir: „Se spöken kunde nastan vem som helst, men vága
sig pá en kroppslig kamp med dem, var nágot som man
tilltrodde blott den modigaste och starkaste, och endast i
dikten kunde detta förekomma, alldeles som strider med
eldspmtande drakar“. Þetta minni hefur borið þroskaðastan
ávöxt í Grettis sögu, þar sem er glíma Grettis og Gláms,
sem er hápunktur þroskaferils hetjunnar. f 24. kap. Lax-
dælu er draugasaga sem er á mörkum þess að falla inn í
þessa sagnahefð, þar ræður Ólafur pái niðurlögum Hrapps,
sem verið hafði að angra fjósamann hans.