Studia Islandica - 01.06.1983, Síða 47
45
hversu sem slíku er breytt. Lagði hún hendur yfir háls
honurn og fékk því loks til leiðar komið, að aðeins hluti
rekkjubúnaðarins var brenndur. Þuríður „tók til sín kult
ok blæjur ok ársalinn allan, ok líkaði þó hvárigu vel“.
(E 142-143).
Rekkjubúnaðurinn kemur næst við sögu er selurinn
gægðist upp á ársalinn Þórgunnu (E 147; sjá 11. kafla).
Enda þótt hann sé undirrót Fróðánmdra, er hann þannig
aðeins nefndur eins og í framhjáhlaupi meðan á undrun-
um stendur, því eftir þetta er ekki á hann minnst fyrr en
hann er brenndur. (E 151).
6.2. Áhrif rekkjubúnaðarins í Fróðárundrum hafa
verið skýrð í ljósi frumstæðra trúarhugmynda. Trúin á
mátt þann, sem alls staðar er talinn vera að verki í nm-
hverfi mannsins, er nú álitinn kjami trúarbragða yfir-
leitt. (Haraldur Ólafsson 1976, 43-44). Meðal frumstæðra
þjóða er þessi trú alls staðar hin sama í grundvallaratrið-
um, enda þótt þeim beri nokkuð á milli í einstökum
atriðum. Algengast er að taka einkum mið af trú Mela-
nesíumanna á „mana“, sem þeir svo kalla. (Haraldur
Ólafsson 1976, 46-48). Codrington sá, sem fyrstur kynnti
þetta hugtak í Evrópu, lýsir því svo: „Hinn ósýnilegi
máttur, sem innfæddir trúa að öllu valdi um afbrigði frá
hinni eðlilegu rás heimsins og býr í öndunum . . . eða
í nafni eða öðru, sem manninum heyrir til, steinum,
höggormum og reyndar öllum hlutum, er almennt kallað
mana“. (Haraldur Ólafsson 1976, 46). „Hlutir fylltir
mana eru ósnertanlegir nema eftir föstum reglum. Þeir
eru hættulegir, en þeir sem kirnna með mana að fara
geta beitt því í ákveðnum tilgangi“. (Haraldur Ólafsson
1976, 47). Svipaðar hugmyndir munu eiirnig hafa ríkt
meðal Fomgermana. 1 norrænu telur Jan de Vries að
notuð hafi verið orðin „megin“ og „máttr“ um þetta
dularafl. (Vries 1970, § 195).
Líkami mannsins var meðal Fomgermana talinn hafa