Studia Islandica - 01.06.1983, Page 48
46
e. k. „mana“. (Vries 1970, §202). Sama telur Jan de
Vries gilda um föt sem komast í snertingu við líkamann,
og skýrir haxrn áhrif rekkjubúnaðar Þórgunnu í Fróðár-
undrum þannig. (Vries 1970, §208). Hann tilfærir þó
ekkert skýrt og ótvírætt dæmi um „mögnuð“ föt, og er
hæpið að sú trú hafi lifað fram á ritöld.
Hugmyndin um mátt í fötum tengist á eðlilegan hátt
hugmyndum um „mana“, og ekki síður hugmyndin irnri
mátt í rekkjubúnaði. Samband eigandans við rekkjubún-
að sinn er yfirleitt langærra en við venjulegan fatnað,
þar sem hann endist lengur. Auk þess er hann notaður
í svefni, sem hefur sérstakar dulareigindir. Eigi þessi
túlkun einhvem rétt á sér stafa Fróðárandrin af þvi að
rekkjubúnaðminn er gæddur sérstöku dularmagni sem
aðeins Þórgunna hefur vald yfir en verður öðrum að
meini vegna vankunnáittu þeirra. Þórgunna byggi sem
nom (sjá hér síðar) yfir óvenjulegum mætti, sem að
einhverju kyti færðist yfir á rekkjubúnaðinn, og jafn-
framt óvanalegri kunnáttu.
Þessi túlkun fellur hins vegar að sumu leyti miður vel
að frásögninni í Eyrbyggju. Þar markast sérstaða rekkju-
búnaðarins af því, að hann var bitbein Þórgunnu og Þuríðar
vegna einstæðs glæsileika síns. Þórgunna gefur hka Þuríði
skarlatsskikkju í sárabætur fyrir rekkjubúnaðinn, en henni
fylgir bersýnilega ekki snefill af þessu dularmagni.
Skarlatsskikkjan getur þó vel verið ung viðbót, t.d. frá
Eyrbyggjuhöfundi, og ekki verður útilokað að einhverjir
þeir sem varðveittu sagnimar hafi skilið undrin á þann
hátt sem hér um ræðir.
Líklegt er að þessi trú á mátt í fötum hafi dáið út í
síðasta lagi þegar þjóðin varð kristin, en þangað til hafa
hugmyndir um „mana“ almennt getað lifað sem undir-
staða galdra. Það er því helst hægt að hugsa sér að
undrin bafi verið skýrð með tilvísun til þessarar hug-
myndar þegar þau urðu eða skömmu eftir það, meðan
þjóðin var enn hálfheiðin.