Studia Islandica - 01.06.1983, Síða 49
47
Öllu nærtækara gæti virst að skýra áhrif rekkjubún-
aðarins með tilvísun til álaga, en þau byggjast á hinni
frumstæðu trú á ofurmátt orðanna. (Vries 1970, §218).
Orð Þórgunnu á banasænginni eru ekki álög að formi til:
„þat mun engmn manni at nytjum verða“. (E 142). En
formið sker ekki úr, þvi ekki eru skörp mörk á milli álaga
og spádóma í fomritunum, sérstaklega í munni kerlingar-
noma. (Schlauch 1934, 131). Hugsanlegt er að á fyrra
stigi hafi Þórgunna verið hrein nom, sem ekki unni
neinum að njóta gersema sinna, enda er stutt í það í
Eyrbyggju, en á síðara stigi munnmælanna eða við ritun
Eyrbyggju hafi verið dregið úr því vegna kristni Þór-
gunnu.
Um það em dæmi úr fornritunum, að álög hafi verið
lögð á hluti. (Neuberg 1926, 46-47). 1 Laxdælu, 30. kap.,
leggur t.d. Geirmundur gnýr það á sverðið Fótbít, sem
Þuriður kona hans tók frá honum við skilnað þeirra, að
það skuli þeim manni að bana verða í hennar ætt, „er
mestr er skaði at, ok óskapligast komi við.“ (Laxd. s.,
82). Bolli veitti Kjartani banasár með þessu sverði.
—• Sverðið Grásíðu lánar Kolur þræll Gísla Þorkelssyni
í Gísla sögu Súrssonar, en þegar Gísli vill ekki skila því
berjast þeir, og deyja báðir, en i lengri gerð sögunnar
segir Kolur í andarslitrunum að þetta muni aðeins upp-
haf þeirrar ógæfu sem þeir frændur hljóti af sverðinu.
(Gísla s., 13-14). Með spjóti úr Grásíðubrotum er Vésteinn
veginn og síðan vegur Gísli Súrsson Þorgrím goða með
sama spjóti. Það er líkt með Grásíðu og rekkjubúnaðinum,
að eigendurnir „leggja á“ gripi sína feigir, og „andstæð-
ingar“ þeirra ágimast hina einstæðu gripi og reyna fyrst
að fá þá keypta, bjóða eigendimi sjálfdæmi um verðið.
— Þriðja örlagasverðið er Tyrfingm- í Hervarar sögu og
Heiðreks, sem Hervör heimtir með eftirgangsmunum af
föður sínum dauðum í haugi. Hann segir sverðið munu
spilla allri hennar ætt. (Heiðreks s., 109). — Hörður
nær gullhring af Sóta víldngi í haugi hans, en hann segir