Studia Islandica - 01.06.1983, Qupperneq 56
54
skyldi ekki rekkjubúnaðurinn hafa nægt til þess að vekja
þá skýringu, að Þórgunna hafi ratað í ástarraunir, ef
nærtækari skýringum var ekki til að dreifa? Þá vantaði
bara mann sem eitt sinn var í Suðureyjum en síðar á
Grænlandi.
Höfundur Eiríks sögu hefur þá væntanlega þekkt frá-
sagnir af Fróðárundrum. (Sbr. Ölafur Halldórsson 1978,
397-98). En getur verið að Eyrbyggjuhöfundur hafi þekkt
sögnina í Eiríks sögu án þess að geta hennar? Það getur
vel verið, því í Eyrbyggju kemur skýrt fram, að Þór-
gunna var dul, og ekki er óeðlilegt að segja ekki lesand-
anum frá því, sem hún sjálf sagði ekki Fróðárbúum. Eyr-
byggjuhöfundi hefur e.t.v. þótt fara betur á því að þegja
um fortíð Þórgunnu til að magna dularblæ frásagnar-
innar — enda fer í raun betur á því. EQtt er þó e.t.v.
mikilvægara, að með þvi að skýra frá fortíð Þórgunnu
hefði kristilegri skírskotun verið drepið á dreif.
6.4. Þuríður húsfreyja á drýgstan þátt í að koma
Fróðárundrum af stað. Hún heyrir að Þórgunna „myndi
hafa gripi þá með at fara, at slíkir myndi torugætir á
lslandi.“ (E 137). Með því að Þuríður var glysgjöm og
skartskona mikil, fór hún til skips og falaði gripi Þór-
gunnu, en hún vildi ekki selja. Bauð þá Þuríður henni til
vistar að Fróðá, því að hún vissi að Þórgunna var „fjQÍ-
skrúðig“ (skartgjöm), og hugðist mundu fá gripina af
henni í tómi. (E 137—38). Þegar Þórgunna er komin til
vistar að Fróðá og Þm’íður sér rekkjubúnað hennar, biður
hún hana að meta hann við sig, en „þat var svá góðr
búningr, at menn þóttusk eigi slíkan sét hafa þess kyns ...
Þórgimna svarar: „Eigi mun ek liggja í hálmi fyrir þik,
þó at þú sér kurteis ok berisk á mikit.“ Þetta mislíkar
Þuríði, ok falar eigi optar gripina.“ (E 138-39). Þar með
er komin upp alvarleg misklíð milli þessara tveggja skart-
gjömu kvenna. Þórgunna notfærir sér það tak sem hún
hefur á Þuríði vegna ágimdar hennar á gripunum til þess