Studia Islandica - 01.06.1983, Page 59
57
sérstakar ástæður, sem við getum ekki vitað neitt um nú.
A.m.k. er rekkjubúnaðurinn svo sérstætt efnisatriði, að
hann getur ekki hafa tengst undrunum til samræmingar
við draugasagnahefð, heldur væri miklu fremur að rekkju-
búnaðurinn hafi verið svo ólikur hefðbundnum efnisatrið-
um draugasagna, að samræmingin hafi ekki náð tökum
á honum. (Sjá 2.3.).
Ef við lítum þá nánar á þann möguleika, að rekkju-
búnaður hafi komið við sögu í þeim atburðum, sem þjóð-
sagnirnar sprultu af, vaknar strax sú spurning, hvemig
hann hafi verið settur í samband við sóttina og þar með
undrin. Það er ekki líkleg skýring á því, að hann hafi
i raun og veru borið sótt. Fommenn þekktu ekki smit og
hefði því vart dottið í hug að tengja rekkjubúnaðinn við
sóttina. Hafi hins vegar aðkomukona (eða e.t.v. maður)
í raun og veru látist úr sóttinni, væri skiljanlegt að hún
hafi ekki kært sig um að bláókunnugt fólk notaði rekkju-
búnað hennar. Heimafólk getur þá hafa tengt sóttina
(og undrin?) við óhlýðni við fyrirmæli hennar vegna
skorts á betri skýringu. Þetta er hugsanlegur möguleiki,
en erfitt er að segja, hversu líklegur hann er.