Studia Islandica - 01.06.1983, Side 65
63
þrengri merkingu þess orðs hefur komið fyxir í raim-
veruleikanum. Blóðregn kemur t.d. alloft fyrir í fom-
írskum annálmn (Goedheer 1938, 85) og einnig í öðrum
fomírskum sögnum, sömuleiðis í fomenskum annálum.
Hefur Holtsmark (1939, 78) látið í ljós þá skoðun, að
blóðregn sem bókmenntalegt minni sé komið í fomnor-
rænar bókmenntir frá Bretlandseyjum, en segir ekki
hvemig. Það kynni að hafa borist frá nýlendum norrænna
manna fyrir vestan haf eða með Keltum sem settust að á
fslandi, eða óbeint, gegnum miðaldalatneskar bókmenntir.
(Sbr. Helgi Guðmundsson 1967, 99-108). Blóðregn kemur
t.d. fyrir i draumi í sumum gerðrnn Tómass sögu erki-
biskups, er Tómas býst til að flýja frá Englandi (upphaf-
legasta dæmið er Thomas saga, 116). E.t.v. kemur eitt-
hvað í ljós um þetta þegar farið verður að kanna betur
þær latínubókmenntir, sem fslendingar þekktu á mið-
öldum.
7.4. Blóðregnið í Fróðárundraþætti er a.m.k. öðrum
þræði fyrirboði. Þórgunna telur þetta hafa „þann veg
upp tekizk með kynslum“, að tíðindi ósmá muni fylgja
„ef eigi eru rammar skorður við reistar" (sjá 6.1.). Fyrir-
boðar eru allalgengir í íslendingasögunum, enda hefur trú á
þá verið almenn hér sem annars staðar á 13. öld eins og
glöggt sést á hinum mörgu fyrirboðum í samtímasögun-
um. (Sjá Glendinning 1974). Þessi trú tengist forlagatrú
fommanna, þeirri trú að allt sé fyrirfram ákveðið. (Neu-
berg 1926, 9).
í Íslendmgasögunum er algengt að menn öðlist vitneskju
um framtíðina í draumi. (Sjá Neuberg 1926, 33-37).
í vöku em sýnir fullt eins algengar og fyrirboðar og
áþreifanlegir atburðir, en þær era yfirleitt auðskildari en
hinir áþreifanlegu fyrirboðar. (Neuberg 1926, 30). Áþreif-
anlegir fyrirboðar era ýmist hversdagsleg fyrirbæri sem
sérstök merking er lögð í, eða óvenjuleg fyrirbæri, eins