Studia Islandica - 01.06.1983, Page 67
8. LÍKFLUTNINGAR
8.1. Á banasænginni mælir Þórgunna svo fyrir, að
lík hennar skuli flutt í Skálholt, og tilgreinir tvær ástæður
fyrir því. Fyrri ástæðunni lýsir hún svo: „mér segir svá
hugr um, at sá staðr muni ngkkura hríð verða mest
dýrkaðr á þessu landi“. Hin ástæðan er sú, að hún veit
„at þar mimu nú vera kennimenn at veita mér yfir-
sQngva“. (E 141).
Þóroddur lætur flytja lík Þórgunnu í Skálholt. Lík-
menn lentu í hrakningum strax á fyrsta degi. Á Val-
bjamarvöllum við Gufuá fengu þeir keldur blautar mjög,
og fór líkið oft ofan,16) enda Þórgunna „mikil kona vexti“
(E 139), „fóru síðan suðr til Norðrár ok yfir ána at
Eyjarvaði, ok var djúp áin“. (E 143). Þegar hér er komið
sögu er komið rok og rigning. Þegar komið var að nótt
kvöddu þeir gistingar að Nesi inu neðra í Stafholtstung-
um. „En þeim uar syniat með ollu“. (Wolf.). Þeir ákveða
þó að gista þama, enda þótt bóndi vilji engan greiða gera
þeim, því að þeir treystu sér ekki í Hvítá í vondu veðri
um nótt. Auk þess benti dýpt Norðurár til þess að óvenju
mikið væri i ám. Þeir báru líkið í hús eitt fyrir dyrum úti,
en gengu sjálfir til stofu, fóm úr votum klæðum sínum
og ætluðu að liggja þar matarlausir um nóttina. Þá
heyrðist hark mikið frá búrinu. Heimamenn héldu að
þjófar væm komnir í búrið, en þegar þeir komu þangað
sáu þeir konu, mikla vexti og kviknakta, sem starfaði að
matseld. Urðu þeir svo hræddir, að þeir þorðu hvergi
nærri að koma. Líkmönnum var sagt frá þessu, og er þeir
komu til kenndu þeir Þórgunnu. Einnig þeim stóð ótti
5