Studia Islandica - 01.06.1983, Qupperneq 69
67
Frá þessu er sagt strax á undan líkflutningunum. Les-
andinn hefur því tvo möguleika á framhaldi fyrir sér, er
hann leggur upp í líkferðina með höfundi Eyrbyggju.
í þeirri ferð kemur í Ijós, hvemig fer, þegar öðrum þætti
tilskipunar Þórgunnu er teflt í tvísýnu. Þannig fær hann
forsmekkinn af því, hvílík hýsn stafa af því að hinn
þáttur tilskipunar hennar er hundsaður. Á sama hátt og
Þórgurma kom því til leiðar að lík hennar komst til Skál-
holts var fyrirmælum hennar um að tortíma rekkjubún-
aðinum að lokum fylgt - eftir mestu undur sem forn-
sögurnar greina. (Sbr. Dehmer 1927, 31—32).
8.2. önnur ástæða þess að Þórgunna vill láta flytja
sig til Skálholts er, að hún veit að þar eru kennimenn til
að veita henni yfirsöngva, en „prestar urðu eigi til at
veita tíðir at kirkjum, þótt ggrvar væri, því at þeir vám
fáir á Islandi í þann tíma“. (E 136). Áður er fram komið
að Þórgunna hélt vel kristni sína (6.3.). Því er eðlilegt
að hún leggi áherslu á að fá kristilega greftrun. En hér
hýr meira að baki.
Eitt meginhlutverk greftmnarsiða meðal frumstæðra
þjóða er að tryggja það, að hinn látni gangi endanlega
inn í ríki hinna dauðu og gangi þar af leiðandi ekki
aftur. (Ankermann 1925, 144; sbr. Fæhn 1952, 295).
Þetta viðhorf er líka tengt yfirsöngvum í kristni, eins og
sést m.a. á þeim sið að staursetja lík. Um hann segir í
Eiríks sögu rauða (217): „Sá hafði háttr verit á Grœn-
landi, síðan kristni kom þangat, at menn váru grafnir á
bœjum, þar sem Qnduðusk, í óvígðri moldu. Skyldi setja
staur upp af brjósti inum dauða, en síðan, er kennimenn
kómu til, þá skyldi upp kippa staurinum ok hella þar í
vígðu vatni ok veita þar yfirsQngva, þótt þat væri miklu
síðar“. Mimnmæli em um að sums staðar hafi lik verið
staursett áður fyrr í afskekktum kirkjugörðum, helst í
Grímsey. (Matthías Þórðarson 1935, 217). Það er alþekkt
vöm gegn afturgöngum að reka staur í gegnum líkið