Studia Islandica - 01.06.1983, Blaðsíða 71
69
Skálholti en í Höfða er tekið var við kristni, enda hefur
hann þá verið kominn yfir miðjan aldur.
Eyrbyggjuhöfundur gerir greinilega ráð fyrir því að
Gissur hvíti, sem hann telur ásamt Hjalta tengdasyni
hans aðaltalsmann kristnitöku á Islandi (E 136), hafi
búið í Skálholti á þessum tima og haft þar kennimenn,
enda sendir Gissur Snorra goða prest þann, sem tók þátt
í að koma af Fróðárundrtun (E 150). Islendingabók (15),
Theodricus (19) og Kristni saga (141) segja frá Þormóði
presti, sem þeir Gissur og Hjalti höfðu með sér til kristni-
tökuþingsins. Það er eflaust sögulega rétt að Gissur hvíti
hafi ráðið yfir presti um þessar mimdir. Hitt getur vel
verið stílfærsla Eyrbyggjuhöfundar, að þegar hafi verið
komin kirkja í Skálholt.
8.3. Frásögn í Laxdæla sögu, sem tengist Helgafelh,
minnir á þessa. 1 66. kapítula Laxdælu segir frá andláti
Gests Oddleifssonar hins spaka í Haga á Barðaströnd. Á
banabeði bað hann um að verða færður til Helgafells, „því
at sá staðr mun verða mestr hér í sveitum; þangat hefi
ek opt ljós sét.“ Isalög höfðu verið svo mikil á Breiðafirði,
að ófært var á bátum frá Haga, en fáum nóttum eftir
lát Gests gerði á veður svo hvasst, að ísinn rak allan frá
landi, og daginn eftir var veður gott og lygnt. Var nú lík
Gests flutt suðm yfir fjörðinn til Helgafells, en nóttina
eftir að komið var aftur úr þeirri ferð gerði á æðiveður,
og rak ísinn allan að landi. „Þóttu at þessu mikil merki,
at svá gaf til at fara með lík Gests, at hvárki var fœrt áðr
né síðan.“ (Laxdæla s., 197). Undrin hér eru greinilega
kristileg að inntaki, ráðstöfun guðs.
Hér segir frá yfirnáttúrlegum atburðmn sem eru for-
senda líkflutnings mn langan veg, eins og athmðirnir í
Nesi inu neðra í Eyrbyggju, þótt þeir séu nokkuð annars
eðlis. Ummæli Gests um Helgafell lúta að því að klaustur
var flutt til Helgafells frá Flatey árið 1184. Bæði Gestm