Studia Islandica - 01.06.1983, Page 72
70
og Þórgunna segja fyrir um andlegar höfuðstöðvar síðari
tima og hafa þann metnað að vilja vera grafin þar. Það
greinir hins vegar á milli að þessi er eina ástæðan fyrir
flutningi líks Gests samkvæmt Laxdæla sögu, en spá-
dómur Þórgunnu er aðeins önnur ástæða flutnings henn-
ar og ekki ómissandi hlekkur i frásögninni.
Vart verður dregið í efa að rétt sé sagt frá legstað slíks
stórmennis sem Gests Oddleifssonar. Það styður þetta
frekar, að miklu fyrr í sögunni (Laxdæla s., 91) spáir
Gestur þvi, að þar muni koma, að skexmnra muni í milli
hústaða þeirra Ösvífm-s að Laugum í Sælingsdal, og vísar
það til þess að Gestur var settur í sömu gröf og Ósvífur.
Ekki er ólíklegt að spádómur Gests um Helgafell hafi verið
fundinn upp til að styðja flutning klausturs þangað 1184,
og honum hefur a.m.k. verið haldið á lofti í samhandi
við það.
Hér virðist frásögnin í Eyrbyggju hafa þegið minni
frá þeirri í Laxdælu. en þó er óþarft að gera ráð fyrir
rittengslum. Fróðárundraþáttur getur sem best hafa orðið
fyrir áhrifum frá munnmælasögn, enda er Eyrhyggja
helst talin rituð á Helgafedli, þar sem Gestur er grafinn,
eða a.m.k. alveg á þeim slóðum. (EÖS, lv).
Nokkrar líkingar eru í einstökum atriðum milli
Lýsufjarðarundra í Grænlandssögumnn (Eir., 6. kap.;
Grænl., 6. kap) og Skálholtsferðarinnar, en sumt það
líkasta er aðeins í Eiríks sögu rauða. Bæði í Eiríks sögu
rauða og Grænlendinga sögu rísa húsfreyja í Lýsufirði
og Þorsteinn Eiríksson upp liðin lík á dánarbeði, sérstak-
lega er tekið fram að húsfreyju er gerð kista, og í báðum
sögnm eru líkin flutt til kirkju langan veg. 1 báðum sög-
um kemur sérstaklega fram að kristni var ung er þetta
varð.
- f Eiríks sögu rauða biður Þorsteinn Eiríksson konu
sína um að verða fluttur til kirkju, og segir: „Er þat engi
háttr, sem hér hefir verit á Grœnlandi, síðan kristni kom