Studia Islandica - 01.06.1983, Page 74
72
áhrif á Eyrbyggjuhöfund, sem getur hafa frumsmíðað
Skálholtsferðina. - Líkingar milli Grænlendinga sögu sér-
staklega og Eyrbyggju eru svo almennar, að þær gefa
enga vísbendingu um bein tengsl.
8.4. Nú má huga að því, hver geti verið uppruni þessa
líkflutningaþáttar. Þá verður að greina á milli nokkurra
efnisþátta. Frumþátturinn er sá, að Þórgunna er ekki
grafin að Fróðá. Það skiptir miklu máli fyrir Fróðár-
undraþátt í heild, að örlagavaldurinn er ekki á staðnum
er undrin sjálf verða. Hafi einhver munnmæli sagt frá
því, að Þórgunna tæki virkan þátt í undrunum, sem ekki
væri ótrúlegt í sjálfu sér, væri þetta grunsamlega mikil
breyting nema önnur munnmæli segðu hana hafa staðið
þar utan við. Hins vegar er þetta atriði hráðnauðsynlegt
fyrir þá túlkun að Þórgunna hafi verið fulltrúi kristninn-
ar, því þá er henni ekki sæmandi að taka þátt í slíkum
undrum.
Annar efnisþáttur er flutningm á líki Þórgunnu til
Skálholts og ástæður þess. Sá þáttur er nátengdur kristni
Þórgunnu. Enda þótt hann gæti liklega staðist sögulega
(að spádóminmn slepptum) er það í sjálfu sér frekar
ósennilegt að útlendingskona láti flytja sig dauða lands-
horna á milli, enda hefur hún ekki haft til þess þær
ástæður sem Þórgunna hefur í Fróðárundraþætti. Líklegra
er að þessi þáttur sé mjög ungur og jafnvel tilbúningur
F.yrbyggj uhöfundar rmdir áhrifum frá snæfellskum sögn-
um.
Loks er upprisa Þórgunnu í Nesi, sem er býsna frum-
legt atriði, en fellur svo vel inn í heildarbyggingu þátt-
arins eins og hann er í Eyrbyggju, að vart er öðrum
ætlandi en Eyrhyggjuhöfundi að hafa fundið það upp.
Dehmer (1927, 31) telur þetta atriði líka innskot.