Studia Islandica - 01.06.1983, Page 75
9. URÐARMÁNI
9.1. Þórgunna sjálf hefur hlotið kristilega greftrun á
öðru landshomi og er þvi talin úr sögunni. Hennar þætti
er lokið. Nú hefst nýr þáttur undranna, sá sem hún er
ekki lengur beint viðriðin. Og þessi þáttur hefst á fyrir-
boða eins og hinn fyrri.
Vikuna eftir að líkmenn komu heim til Fróðár sást á
hverju kvöldi „tungl hálft“ („tvngl mikit“ W (Wolf.))
á veggþili inni í eldhúsi svo lengi sem menn sátu þar við
málelda fyrir kvöldmatinn. (E 145). Þetta tungl „gekk
Qfugt um húsit ok andsœlis“ (í W vantar „Qfugt“ (Wolf.)).
Ekki virðist hafa þurft neina „dulræna hæfileika“ til að
sjá tunglið, heldur var það sýnilegt öllum þeim sem í
eldhúsinu voru. Þóroddur þykist vita að tunglið sé fyrir-
boði, en veit ekki frekari deili á fj'xirbairinu. Hann spyr
því Þóri viðlegg, hvað þetta myndi boða. Hann kvað það
vera urðarmána, „mun hér eptir koma manndauðr“, segir
hann. (E 145-146). Menn eru ekki búnir að bíta úr nál-
inni, þótt Þórgunna sé víðs fjarri. Og nú bíður lesandinn
þess eins, að vita, hvernig manndauðann ber að höndum.
Það gildir jafnt um urðarmánann og blóðregnið, að
ekki er látið fara á milli mála, hvert hann bendir. Hann
birtist inni í húsi á Fróðá og sýnir þannig vettvang
undranna. Helst bendir hann til þess, er afturgöngurnar
vitja eldarma, þvi hann sést á kvöldin meðan menn sitja
við málelda.
9.2. Ekki getum við fræðst um þetta fyrirbæri, urðar-
mánann, annars staðar að úr fornbókmenntunum, því
þetta mun eini staðurinn þar sem það kemur fyrir þar.